Skömm Framsóknarflokksins Óskar Steinn Ómarsson skrifar 5. júní 2014 11:12 Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar