Fótbolti

Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið

Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar
Emil Hallfreðsson í leiknum í kvöld.
Emil Hallfreðsson í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel
Emil Hallfreðsson, miðjumaður Íslands, var ekkert alltof sáttur með sigurinn á Eistlandi í kvöld. Hann sagði þó hann það hefðu verið jákvæðir punktar í leiknum.

„Þetta var ekki frábær leikur af okkar hálfu, en það er bara næsti leikur sem við þurfum að einbeita okkur að, leikurinn gegn Tyrkjum. Nú eru flestir okkar komnir í sumarfrí og það er ekki mikið meira að segja um þennan leik,“ sagði Emil í samtali við fjölmiðla eftir leikinn.

„Þetta var ekki okkar besti leikur og þetta nýtist okkur fyrir leikina gegn Tyrkjum að eitthverju leyti. Við hefðum mögulega átt að vera aðeins einbeittari á verkefnið, en við tökum það jákvæða úr þessum leik."

Aðspurður hvort Eistarnir hafi verið sterkari en hann bjóst við svaraði Emil:

„Ég bjóst við ágætis liði frá Eistum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og skora."

Nokkrir nýjir leikmenn fengu tækifæri í leiknum í kvöld.

„Það er virkilega gaman að sjá ný andlit og þetta eru flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér," sagði Emil við fjölmiðla í leikslok.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×