Birkir: Ekki sáttur við hvað ég spilaði lítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2014 15:30 Birkir Bjarnason slær á létta strengi með Guðlaugi Victori Pálssyni á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn. Vísir/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason. Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en þetta er síðasti æfingaleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Strákanir gerðu jafntefli við Austurríki í síðustu viku þrátt fyrir að spila ekkert rosalega vel. Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, var ánægður með úrslitin í Innsbruck. „Þetta var fínt. Við spiluðum ekki góðan leik og vorum heppnir að ná jafntefli en svona er þetta. Við getum ekki alltaf verið 100 prósent. Það að ná úrslitum í svona leik sýnir vissan styrkleika,“ sagði Birkir við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag. Þar sem FIFA hefur afnumið alþjóðlegu leikdagana í ágúst er leikurinn á morgun sá síðasti sem Ísland spilar áður en tekið verður á móti Tyrklandi í undankeppni EM í Dalnum í haust. „Það er svolítið sérstakt en svona er þetta. Við fáum ekki allt sem við viljum upp í hendurnar. Við erum samt búnir að spila svo lengi saman að þetta á ekki að breyta neinu,“ sagði Birkir en hvernig líst honum annars á þennan feikisterka riðil með Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi? „Þetta er ekkert einfaldur riðill,“ sagði hann og glotti. „Við höfum samt sýnt það, að við erum með gott lið og eigum að eiga fínan möguleika á að komast áfram.“ Birkir færði sig um set í janúar og gekk í raðir Sampdora frá Pescara á Ítalíu. Þar spilaði hann 14 leiki í heildina í ítölsku A-deildinni en kom sex sinnum inn á sem varamaður og skoraði ekki deildarmark. „Ég var ekki alveg sáttur með hvað ég spilaði lítið,“ sagði Birkir við Vísi en stendur til að finna sér nýtt lið í sumar? „Ég á þrjú ár eftir af samningnum hjá Sampdoria þannig ég verð bara að sjá til hvað gerist og hvað þeir segja. Það fer bara eftir því hvað þeir vilja. Núna klára ég bara þennan leik, fer svo í frí og bíð eftir að heyra eitthvað. Ég er alveg rólegur,“ sagði Birkir Bjarnason.
Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira