Sakar Ármann um að ganga á bak orða sinna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júní 2014 19:48 Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira