Magnaður sigur Flensburg í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2014 13:39 Vísir/Getty Enn og aftur varð Guðjón Valur Sigurðsson af Evrópumeistaratitlinum en Flensburg vann í dag Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Kiel í úrslitaleik, 30-28.Aron Pálmarsson var markahæsti leikmaður Kiel með sex mörk og spilaði vel, rétt eins og Guðjón Valur. Kiel var yfir eftir góðan fyrri hálfleik, 16-14, en markvörðurinn Mattias Andersson var algjörlega magnaður í síðari hálfleik og hetja sinna manna. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gáfu tóninn með frábærri byrjun og voru ekki langt frá því að stinga af strax á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Aron og Guðjón Valur voru báðir frábærir og skoruðu grimmt. Mestur vaðr munurinn sex mörk eftir átján mínútna leik, 12-6, en þá tók Andersson til sinna ráða og byrjaði að verja hvert skotið á fætur öðru. Flensburg gekk á lagið og hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Á meðan allt virtist ganga upp fyrir Flensburg gekk allt á afturfótunum hjá Þýskalandsmeisturunum. Þeir létu Andersson koma sér úr jafnvægi og eftir að Flensburg komst yfir á 39. mínútu litu leikmenn liðsins aldrei um öxl. Kiel náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en nær komust lærisveinar Alfreðs ekki. Andreas Palicka kom inn á í mark Kiel en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan fór Andersson einfaldlega á kostum og varði eins og berserkur, oft úr dauðafærum. Hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan voru markahæstir í liði Flensburg og nýttu færin sín mjög vel. Holger Glandorf, þýska skyttan, reyndist einnig mikilvægur í síðari hálfleik og skoraði afar mikilvæg mörk.Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu hjá Flensburg í dag en stendur uppi sem Evrópumeistari. Guðjón Valur, sem hefur spilað í Meistaradeildinni undanfarin átta tímabil, þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta titli. Eftir leikinn var tilkynnt að Aron Pálmarsson hefði verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar sem fór fram í Köln í Þýskalandi að venju. Handbolti Tengdar fréttir Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45 Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30 Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02 Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Enn og aftur varð Guðjón Valur Sigurðsson af Evrópumeistaratitlinum en Flensburg vann í dag Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Kiel í úrslitaleik, 30-28.Aron Pálmarsson var markahæsti leikmaður Kiel með sex mörk og spilaði vel, rétt eins og Guðjón Valur. Kiel var yfir eftir góðan fyrri hálfleik, 16-14, en markvörðurinn Mattias Andersson var algjörlega magnaður í síðari hálfleik og hetja sinna manna. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gáfu tóninn með frábærri byrjun og voru ekki langt frá því að stinga af strax á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Aron og Guðjón Valur voru báðir frábærir og skoruðu grimmt. Mestur vaðr munurinn sex mörk eftir átján mínútna leik, 12-6, en þá tók Andersson til sinna ráða og byrjaði að verja hvert skotið á fætur öðru. Flensburg gekk á lagið og hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Á meðan allt virtist ganga upp fyrir Flensburg gekk allt á afturfótunum hjá Þýskalandsmeisturunum. Þeir létu Andersson koma sér úr jafnvægi og eftir að Flensburg komst yfir á 39. mínútu litu leikmenn liðsins aldrei um öxl. Kiel náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en nær komust lærisveinar Alfreðs ekki. Andreas Palicka kom inn á í mark Kiel en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan fór Andersson einfaldlega á kostum og varði eins og berserkur, oft úr dauðafærum. Hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan voru markahæstir í liði Flensburg og nýttu færin sín mjög vel. Holger Glandorf, þýska skyttan, reyndist einnig mikilvægur í síðari hálfleik og skoraði afar mikilvæg mörk.Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu hjá Flensburg í dag en stendur uppi sem Evrópumeistari. Guðjón Valur, sem hefur spilað í Meistaradeildinni undanfarin átta tímabil, þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta titli. Eftir leikinn var tilkynnt að Aron Pálmarsson hefði verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar sem fór fram í Köln í Þýskalandi að venju.
Handbolti Tengdar fréttir Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45 Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30 Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02 Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45
Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30
Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02
Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14