Konur í sveitarstjórnum aldrei verið fleiri Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2014 11:32 Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun