CNOOC vill flýta borun í Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2014 19:15 Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. Þess verður freistað að hefja hljóðbylgjumælingar þegar í sumar og að fyrsti borpallurinn gæti jafnvel verið kominn eftir fjögur ár. Kínverska ríkisolíufélagið varð aðili að olíuleitinni í janúar og þá var því spáð að innkoma þess markaði þáttaskil. Með CNOOC í þriðja sérleyfinu eru norska félagið Petoro og íslenska félagið Eykon en fulltrúar þeirra funduðu í Reykjavík í dag um næstu skref. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykons, segir að á fundinum með CNOOC-mönnum í dag hafi verið byrjað á því að fara yfir umhverfis- og öryggismál. Þeir hafi sett þau mál efst á dagskrá. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að CNOOC-menn vilja hefjast handa sem fyrst. „Áhuginn er mjög mikill og við finnum það að þeir fara af stað af miklum krafti og ætla að gera þetta töluvert hraðar en við höfðum hugsað okkur,” segir Gunnlaugur. Hann segist þó ekki vilja gefa of miklar væntingar en þeir séu að tala um að minnsta kosti nokkrum árum fyrr en áætlanir höfðu verið um. Forsenda borana eru nákvæmar hljóðbylgjumælingar og þótt komið sé fram á sumar, og erfitt að fá rannsóknarskip, á samt að reyna. „Það er möguleiki á því að það verði tvívíðar endurvarpsmælingar í ár,” segir Gunnlaugur. Frá afhendingu þriðja sérleyfisins á Drekasvæðinu í janúar. Iðnaðarráðherra óskar fulltrúa kínverska félagsins CNOOC til hamingju. Sendiherra Kína og orkumálastjóri í miðið en til hægri er fulltrúi norska félagsins Petoro.Stöð 2/Einar. Kinverska félagið er það sterkt að það eitt og sér hefur burði til að ráðast í dýrar olíuboranir og nú hafa ráðmenn þess kynnt áætlun um að byrja fyrr. Gunnlaugur segir að samkvæmt rannsóknaráætlun sé gert ráð fyrir að ákveðið verði eftir 8 ár hvort borað verði eða leyfinu verði skilað. „Þannig að þetta er nokkrum árum fyrir það, eins og það lítur út núna. En auðvitað getur þetta breyst” -Þannig að menn gætu jafnvel stefnt á boranir eftir 4-5 ár? “Já.” Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. Þess verður freistað að hefja hljóðbylgjumælingar þegar í sumar og að fyrsti borpallurinn gæti jafnvel verið kominn eftir fjögur ár. Kínverska ríkisolíufélagið varð aðili að olíuleitinni í janúar og þá var því spáð að innkoma þess markaði þáttaskil. Með CNOOC í þriðja sérleyfinu eru norska félagið Petoro og íslenska félagið Eykon en fulltrúar þeirra funduðu í Reykjavík í dag um næstu skref. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykons, segir að á fundinum með CNOOC-mönnum í dag hafi verið byrjað á því að fara yfir umhverfis- og öryggismál. Þeir hafi sett þau mál efst á dagskrá. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að CNOOC-menn vilja hefjast handa sem fyrst. „Áhuginn er mjög mikill og við finnum það að þeir fara af stað af miklum krafti og ætla að gera þetta töluvert hraðar en við höfðum hugsað okkur,” segir Gunnlaugur. Hann segist þó ekki vilja gefa of miklar væntingar en þeir séu að tala um að minnsta kosti nokkrum árum fyrr en áætlanir höfðu verið um. Forsenda borana eru nákvæmar hljóðbylgjumælingar og þótt komið sé fram á sumar, og erfitt að fá rannsóknarskip, á samt að reyna. „Það er möguleiki á því að það verði tvívíðar endurvarpsmælingar í ár,” segir Gunnlaugur. Frá afhendingu þriðja sérleyfisins á Drekasvæðinu í janúar. Iðnaðarráðherra óskar fulltrúa kínverska félagsins CNOOC til hamingju. Sendiherra Kína og orkumálastjóri í miðið en til hægri er fulltrúi norska félagsins Petoro.Stöð 2/Einar. Kinverska félagið er það sterkt að það eitt og sér hefur burði til að ráðast í dýrar olíuboranir og nú hafa ráðmenn þess kynnt áætlun um að byrja fyrr. Gunnlaugur segir að samkvæmt rannsóknaráætlun sé gert ráð fyrir að ákveðið verði eftir 8 ár hvort borað verði eða leyfinu verði skilað. „Þannig að þetta er nokkrum árum fyrir það, eins og það lítur út núna. En auðvitað getur þetta breyst” -Þannig að menn gætu jafnvel stefnt á boranir eftir 4-5 ár? “Já.”
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Norska "Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. 16. febrúar 2014 10:37
Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30
Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15