Umfjöllun, viðtöl og tölfræði: Ísland - Danmörk 53-84 | Slakur seinni hálfleikur varð Íslandi að falli Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 9. júlí 2014 18:30 vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Danmörku í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld, 53-84. Slakur þriðji leikhluti varð liðinu að falli. Íslenska liðið byrjaði af miklum kafti og eftir þrjár mínútur leiddu stelpurnar 8-3. Vörn heimastúlkna var sterkur og gáfu þær Dönunum fá færi á sér. Sóknarleikurinn gekk ágætlega, en ekkert mikið meira en það. Þær náðu á tímapunkti að koma boltanum frá sterkri danskri pressu, en töpuðu þó of mörgum boltum. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland 16-12. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrri, en þá virtust dönsku stúlkurnar vera að vakna til lífsins. Þær byrjuðu að ná að opna íslenska liðið og fá betri færi. Þær komust yfir í fyrsta sinn í leiknum eftir átján mínútna leik 25-26, en Kristrún Sigurjónsdóttir setti niður þrist tæpri mínútu fyrir leikslok og háfleikstölur 28-26, Íslandi í vil. Íslenska liðið tapaði sextán boltum í fyrri hálfleik og það er allt, allt of mikið. Þrátt fyrir það voru þær yfir og var Helena Sverrisdóttir stigahæst í fyrri hálfleik með ellefu stig og tók hún einnig fimm fráköst í fyrri hálfleik. Þriðji leikhlutinn hjá íslenska liðinu var algjört afhroð. Gestirnir breyttu stöðunni úr 33-28 í 33-40 sér í vil. Allt gekk á afturfótunum hjá íslenska liðinu sem spilaði slakan varnarleik og byrjaði að gera allt of mikið af einstaklingsframtaki. Okkar stúlkur réðu ekkert við pressuvörn danska liðsins og töpuðu stúlkurnar fullt af boltum. Það fór sem svo að danska liðið vann þriðja leikhlutann með átján stiga mun og sextán stiga munur danska liðinu í vil fyrir lokaleikhlutann, 40-56. Fjórði leikhlutinn var svo algjört formsatriði fyrir gestina sem unnu hann með fimmtán stiga mun og rúmlega 30 stiga tap staðreynd eftir fínan fyrri hálfleik. Sóknarleikur íslenska liðsins var heilt yfir slakur í leiknum, en varnarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Þegar allt var á móti íslenska liðinu í þriðja leikhluta hættu leikmenn að gera hlutina saman og fóru, eins og fyrr segir, að gera of mikið af eintsaklingsframtaki sem hjálpaði ekkert til. Helena Sverrisdóttir var stigahæst með fjórtán stig og tók hún einnig sjö fráköst, en næst kom Kristrún Sigurjónsdóttir með tólf stig og fjögur fráköst. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu og náði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, að rúlla liðinu nokkuð vel. Þetta var þó fyrsti leikur stelpnanna í tvo til þrjá mánuði og mátti sjá að það vantaði uppá leikformið. Einnig var þetta fyrsti landsleikurinn hjá nýum landsliðsþjálfara og verður að gefa honum tíma til að fínpússa liðið, en margt jákvætt var þó í leik íslenska liðsins þrátt fyrir stórt tap. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands: Kemur mér á óvart hvað við brotnum sóknarlega „Sóknarleikurinn var slakur allan leikinn. Þær spila mjög góða vörn og við náðum ekki að leysa varnarleikinn þeirra," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, í leikslok. „Við náum ekki góðum sendingum út úr pressunni hjá þeim. Við töpum 16 boltum í fyrri hálfleik og töpum eitthverju öðru eins í þeim síðari. Það er erfitt að vinna gott lið eins og Danmörk þegar við getum ekki gefið boltann á milli „Sóknarleikurinn var hræðilegur allan leikinn. Varnarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og við vorum að gera það sem við vorum að leggja áherslu á. Það vantaði að halda þeirri línu í síðari hálfleik og þær voru að fá frí skot og þær fengu sjálfstraust. Þær eru með gott lið og þær hitta þegar þær fá frí skot." Hjá íslenska liðinu fór allt í baklás þegar liðið lenti undir og Ívar var ósáttur með hvernig leikmenn brugðust við mótlætinu. „Mér fannst við reyna gera þetta saman í fyrri hálfleik. Við vorum að reyna láta boltann ganga, þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi verið stirður. Í síðari hálfleik þá breyttist allt þegar þær komust yfir, bæði varnarleikur og sóknarleikur." „Það kemur mér kannski á óvart hvað við brotnum sóknarlega. Við vorum ekkert góðar sóknarlega í fyrri hálfleik og þegar á móti blæs þá verður sóknarleikurinn ekkert betri. Þetta eru bara hlutir sem við þurfum að vinna í og þetta var bara auðséð. Ívar segir að hann hafi vitað að þetta yrði erfiður leikur. „Við vissum að við yrðum stirðar, því við erum að tala um að okkar leikmenn séu ekki búnir að spila leik í eitthverja þrjá mánuði. Á meðan erum við að fá lið hérna sem er búið að vera í æfingarferð og spila leiki, þær eru bara töluvert á undan okkur." „Við munum vera betur tilbúnar á morgun og hausinn betur í lagi," sagði Ívar Ásgrímsson við Vísi í leikslok. Hrannar Hólm: Á von á þeim sterkari á morgun „Íslenska liðið byrjaði vel og það var mikli meiri kraftur hjá þeim í fyrri hálfleik. Ég var bara sáttur að vera ekki meira undir í hálfleik," sagði Hrannar Hólm, þjálfari danska kvennalandsliðsins, við Vísi í leikslok. „Mér fannst við vera leika langt undir getu í fyrri hálfleik. Við ræddum um það í hálfleik að setja meiri pressu á boltann og setja meiri kraft í okkar vörn. Við fengum þá meiri hraða í sóknarleikinn og þá fór þetta að ganga betur hjá okkur." Pressuvörn danska liðsins gekk vel og segir Hrannar að það sé grunnur í leik liðsins. „Við byggjum dálítið upp í kringum það að láta andstæðingana líða illa með boltann og það vita það allir að það er erfitt að spila á móti þannig vörn þegar það tekst." „Við erum bara, alveg eins og íslenska liðið, að slípa liðið saman. Danska liðið hefur verið í dvala í nokkur ár og erum við að taka það upp á ný. Við erum að meta það hvar við stöndum og hvað við getum, þetta er liður í því," sem býst við íslenska liðinu sterkara á morgun. „Ég veit það vel að íslenska liðið var að leika sinn fyrsta leik. Þá kemur ýmislegt í ljós sem þú vissir ekki sem þjálfari og núna geta þær aðeins kíkt á það hvað þarf að laga. Ég á von á þeim sterkari á morgun," sagði Hrannar í leikslok. Ísland - Danmörk 53-84 (16-12, 12-14, 12-30, 13-28)Ísland: Helena Sverrisdóttir 14/7 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 5/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, María Ben Erlingsdóttir 2, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0.Danmörk: Katrine Dyszkant 18/4 fráköst, Emilie Hesseldal 14/5 fráköst/8 stolnir, Gritt Ryder 10/8 stoðsendingar, Ida Krogh 9/5 stoðsendingar, Kiki Jean Lund 9, Emilie Fogelström 8, Ida Tryggedsson 8, Cecilie Tang Homann 4, Tea Jörgensen 2, Mathilde Linnea Gilling 2, Camilla Blands 0/4 fráköst. Hér að neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum.Leik lokið | 53-87: Afar öruggur sigur gestanna. Nánari umfjöllun, viðtöl og tölfræði koma inná Vísi síðar í kvöld. 38. mín | 50-77: Danirnir gefa bara í ef eitthvað er. En að öðru; frábær umgjörð hér í kvöld og fínasta mæting á Ásvelli. 36. mín | 47-68: María Ben með flotta körfu og mnnkar muninn í 21 stig. Íslenska liðið þó að tapa altof mörgum boltum sem er að koma liðinu um koll. 33. mín | 44-61: Sautján stiga munur og lítið sem ekkert um áhlaup frá íslenska liðinu sem virðist dálítið vera sprungið. Danirnir nokkuð öruggir í sínum aðgerðum og virðast vera sigla sigrinum í höfn. Þriðja leikhluta lokið | 40-56: Hrikalega slakur þriðji leikhluti hjá íslenska liðinu sem skoraði einungis tólf stig gegn þrjátíu stigum frá gestunum. Algjör kaffæring. Íslenska liðið hefur verið að tapa boltanum alltof auðveldlega og þurfa spila mun betur í fjórða leikhlutanum ætli þær sér sigur hér í kvöld. 28. mín | 38-52: Allt í baklás hjá íslenska liðinu þessa stundina. Vörnin sem þær spiluðu svo vel í fyrri hálfleik er ekki mætt til leiks í þeim síðari og Ívar, þjálfari, er allt annað en ánægður. Einungsi tíu stig hingað til frá Íslandi í þriðja leikhluta. 25. mín | 35-42: Sjö stiga forysta gestana, sem eru betri þessa stundina. Katrine Dyszkant og Emilie Hesseldal í sérflokki hjá Dönum þessa stundina. 23. mín | 33-36: Gestirnir byrja síðari hálfleikinn mun betur og D. Dyszkant setti niður þriggja stiga körfu rétt í þessu. Ívari Ásgrímssyni er nóg boðið og tekur leikhlé. Pressuvörn Dana að fara illa með okkar stúlkur þessa stundina. 21. mín | 30-26: Síðari hálfleikur er farinn af stað og það er Bryndís Guðmundsdóttir sem skorar fyrstu körfuna eftir laglega sókn.Hálfleiks-tölfræði: Helena Sverrisdóttir er stigahæst í íslenska liðinu með ellefu stig og hefur hún tekið fimm fráköst. Næst kemur Hildur Sigurðardóttir með fimm stig. Allir leikmenn Íslands hafa komið við sögu í fyrri hálfleiknum. Í danska liðinu er E. Hesseldal stigahæst með tólf stig og fjögur fráköst. Hálfleikur | 28-26: Íslenska liðið er með tveggja stiga forystu í hálfleik eftir að hafa glutrað niður forystunni undir lok fyrri hálfleiks. Kristrún Sigurjónsdóttir setti niður þrist undir lok hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 25-26 í 28-26 og þannig stendur í hálfleik. 17. mín | 24-21: E. Fogelstrøm með þriggja stiga körfu og minnkar muninn í þrjú stig. Íslenska liðið aðeins að gefa eftir í varnarleiknum sem hefur verið afar góður hingað til. 14. mín | 22-14: Frábærlega gert hjá Helenu. Ýtir varnarmanninum frá sér löglega og leggur boltann snyrtilega niður í körfuna. Átta stiga forysta og okkar stúlkur eru að halda sama dampi og í fyrsta leikhluta. 12. mín | 18-12: Bæði lið eru að spila betri vörn heldur en sókn. Ragna Brynjarsdóttir setur niður tvö fyrstu stig annars leikhluta númer úr vítum. Fyrsta leikhluta lokið | 16-12: Fínasti leikhluti hjá okkar stúlkum. Vörnin hefur verið að halda vel, en nokkrir klaufalega glutraðir boltar í sókninni er ástæðan að forystan er ekki meiri. Byrjunin þó góð gegn sterku liði Dana. 8. mín | 13-17: Helena setur niður þrist og eykur muninn í sex stig. Vörn íslenska liðsins verið afar góð og Danirnir eiga fá svör. 6. mín | 10-7: Íslenska liðið heldur forystunni, en þarf að skerpa á sóknarleik sínum. Ívar er sýnist mér á sama máli og tekur leikhlé. Hildur Sigurðardóttir er komin með helming stiganna. 4. mín | 7-3: Danska liðið spilar þressuvörn sem okkar stúlkur hafa verið að leysa nokkuð vel hingað til. Pálina var að komast á blað. Hildur Björg strax kominn með tvær villur og Ragna Margrét leysir hana af hólmi. 2. mín | 5-2: Bryndís Guðmundsdóttir skoraði fyrstu stig Íslands og Hildur Sigurðardóttir henti svo í ljómandi fínan þrist sem áhorfendur taka vel í. 1. mín | 0-0: Leikurinn er farinn af stað og Danmörk vinnur uppkastið. Góða skemmtun!Fyrir leik: Hér styttist í leikinn, en aðeins er byrjað að bæta í áhorfendaskarann. Um tíu mínútur í leikinn og smá basl með míkrafón fyrir kynninn Erling Hannesson, en þetta er að reddast sýnist mér. Fyrir leik: Leikur Argentínu og Hollands í undanúrslitum heimsmeistaramótsins hefst klukkan 20:00 og spurning hvort hann hafi áhrif á mætinguna hér í kvöld. Vonum ekki!Fyrir leik: Jón Bender, Rögnvaldur Hreiðarsson og Ísak Kristinsson eru með flautuna hér í kvöld og vonandi gengur þeim eins og best verður á kosið. Fyrir leik: Ívar Ásgrímsson tók við landsliðinu í sumar af Sverri Sverrissyni, en þetta er ekki hans fyrsti landsleikur sem þjálfari landsliðsins. Hann stýrði einnig íslenska liðinu á árunum 2004 til 2005, en hans síðasti leikur var með liðið í júníbyrjun árið 2005. Það voru einnig smáþjóðaleikar en þeir fóru fram í Andorra. Fyrir leik: Bæði lið eru þessa stundina að hita upp á vellinum. Þessi leikur hér í kvöld er liður stelpnanna fyrir Evrópumót smáþjóða sem fer fram í Austurríki dagana 14. - 19. júlí. Fyrir leik: Alls átta stúlkur af þrettán þekkja það mæta vel að spila á Ásvöllum, en það eru einungis þær Hildur Sigurðardóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir sem hafa ekki haft Ásvelli fyrir heimavöll sinn í gegnum tíðina. Fyrir leik: Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Ásvöllum. Hér er Danmörk í heimsókn í æfingarleik. Eins og stendur hér að ofan er þetta fyrsti landsleikur íslenska kvennalandsliðinu á landinu í heil fimm ár. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Danmörku í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld, 53-84. Slakur þriðji leikhluti varð liðinu að falli. Íslenska liðið byrjaði af miklum kafti og eftir þrjár mínútur leiddu stelpurnar 8-3. Vörn heimastúlkna var sterkur og gáfu þær Dönunum fá færi á sér. Sóknarleikurinn gekk ágætlega, en ekkert mikið meira en það. Þær náðu á tímapunkti að koma boltanum frá sterkri danskri pressu, en töpuðu þó of mörgum boltum. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland 16-12. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrri, en þá virtust dönsku stúlkurnar vera að vakna til lífsins. Þær byrjuðu að ná að opna íslenska liðið og fá betri færi. Þær komust yfir í fyrsta sinn í leiknum eftir átján mínútna leik 25-26, en Kristrún Sigurjónsdóttir setti niður þrist tæpri mínútu fyrir leikslok og háfleikstölur 28-26, Íslandi í vil. Íslenska liðið tapaði sextán boltum í fyrri hálfleik og það er allt, allt of mikið. Þrátt fyrir það voru þær yfir og var Helena Sverrisdóttir stigahæst í fyrri hálfleik með ellefu stig og tók hún einnig fimm fráköst í fyrri hálfleik. Þriðji leikhlutinn hjá íslenska liðinu var algjört afhroð. Gestirnir breyttu stöðunni úr 33-28 í 33-40 sér í vil. Allt gekk á afturfótunum hjá íslenska liðinu sem spilaði slakan varnarleik og byrjaði að gera allt of mikið af einstaklingsframtaki. Okkar stúlkur réðu ekkert við pressuvörn danska liðsins og töpuðu stúlkurnar fullt af boltum. Það fór sem svo að danska liðið vann þriðja leikhlutann með átján stiga mun og sextán stiga munur danska liðinu í vil fyrir lokaleikhlutann, 40-56. Fjórði leikhlutinn var svo algjört formsatriði fyrir gestina sem unnu hann með fimmtán stiga mun og rúmlega 30 stiga tap staðreynd eftir fínan fyrri hálfleik. Sóknarleikur íslenska liðsins var heilt yfir slakur í leiknum, en varnarleikurinn fínn í fyrri hálfleik. Þegar allt var á móti íslenska liðinu í þriðja leikhluta hættu leikmenn að gera hlutina saman og fóru, eins og fyrr segir, að gera of mikið af eintsaklingsframtaki sem hjálpaði ekkert til. Helena Sverrisdóttir var stigahæst með fjórtán stig og tók hún einnig sjö fráköst, en næst kom Kristrún Sigurjónsdóttir með tólf stig og fjögur fráköst. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu og náði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, að rúlla liðinu nokkuð vel. Þetta var þó fyrsti leikur stelpnanna í tvo til þrjá mánuði og mátti sjá að það vantaði uppá leikformið. Einnig var þetta fyrsti landsleikurinn hjá nýum landsliðsþjálfara og verður að gefa honum tíma til að fínpússa liðið, en margt jákvætt var þó í leik íslenska liðsins þrátt fyrir stórt tap. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands: Kemur mér á óvart hvað við brotnum sóknarlega „Sóknarleikurinn var slakur allan leikinn. Þær spila mjög góða vörn og við náðum ekki að leysa varnarleikinn þeirra," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, í leikslok. „Við náum ekki góðum sendingum út úr pressunni hjá þeim. Við töpum 16 boltum í fyrri hálfleik og töpum eitthverju öðru eins í þeim síðari. Það er erfitt að vinna gott lið eins og Danmörk þegar við getum ekki gefið boltann á milli „Sóknarleikurinn var hræðilegur allan leikinn. Varnarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og við vorum að gera það sem við vorum að leggja áherslu á. Það vantaði að halda þeirri línu í síðari hálfleik og þær voru að fá frí skot og þær fengu sjálfstraust. Þær eru með gott lið og þær hitta þegar þær fá frí skot." Hjá íslenska liðinu fór allt í baklás þegar liðið lenti undir og Ívar var ósáttur með hvernig leikmenn brugðust við mótlætinu. „Mér fannst við reyna gera þetta saman í fyrri hálfleik. Við vorum að reyna láta boltann ganga, þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi verið stirður. Í síðari hálfleik þá breyttist allt þegar þær komust yfir, bæði varnarleikur og sóknarleikur." „Það kemur mér kannski á óvart hvað við brotnum sóknarlega. Við vorum ekkert góðar sóknarlega í fyrri hálfleik og þegar á móti blæs þá verður sóknarleikurinn ekkert betri. Þetta eru bara hlutir sem við þurfum að vinna í og þetta var bara auðséð. Ívar segir að hann hafi vitað að þetta yrði erfiður leikur. „Við vissum að við yrðum stirðar, því við erum að tala um að okkar leikmenn séu ekki búnir að spila leik í eitthverja þrjá mánuði. Á meðan erum við að fá lið hérna sem er búið að vera í æfingarferð og spila leiki, þær eru bara töluvert á undan okkur." „Við munum vera betur tilbúnar á morgun og hausinn betur í lagi," sagði Ívar Ásgrímsson við Vísi í leikslok. Hrannar Hólm: Á von á þeim sterkari á morgun „Íslenska liðið byrjaði vel og það var mikli meiri kraftur hjá þeim í fyrri hálfleik. Ég var bara sáttur að vera ekki meira undir í hálfleik," sagði Hrannar Hólm, þjálfari danska kvennalandsliðsins, við Vísi í leikslok. „Mér fannst við vera leika langt undir getu í fyrri hálfleik. Við ræddum um það í hálfleik að setja meiri pressu á boltann og setja meiri kraft í okkar vörn. Við fengum þá meiri hraða í sóknarleikinn og þá fór þetta að ganga betur hjá okkur." Pressuvörn danska liðsins gekk vel og segir Hrannar að það sé grunnur í leik liðsins. „Við byggjum dálítið upp í kringum það að láta andstæðingana líða illa með boltann og það vita það allir að það er erfitt að spila á móti þannig vörn þegar það tekst." „Við erum bara, alveg eins og íslenska liðið, að slípa liðið saman. Danska liðið hefur verið í dvala í nokkur ár og erum við að taka það upp á ný. Við erum að meta það hvar við stöndum og hvað við getum, þetta er liður í því," sem býst við íslenska liðinu sterkara á morgun. „Ég veit það vel að íslenska liðið var að leika sinn fyrsta leik. Þá kemur ýmislegt í ljós sem þú vissir ekki sem þjálfari og núna geta þær aðeins kíkt á það hvað þarf að laga. Ég á von á þeim sterkari á morgun," sagði Hrannar í leikslok. Ísland - Danmörk 53-84 (16-12, 12-14, 12-30, 13-28)Ísland: Helena Sverrisdóttir 14/7 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 5/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, María Ben Erlingsdóttir 2, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0.Danmörk: Katrine Dyszkant 18/4 fráköst, Emilie Hesseldal 14/5 fráköst/8 stolnir, Gritt Ryder 10/8 stoðsendingar, Ida Krogh 9/5 stoðsendingar, Kiki Jean Lund 9, Emilie Fogelström 8, Ida Tryggedsson 8, Cecilie Tang Homann 4, Tea Jörgensen 2, Mathilde Linnea Gilling 2, Camilla Blands 0/4 fráköst. Hér að neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum.Leik lokið | 53-87: Afar öruggur sigur gestanna. Nánari umfjöllun, viðtöl og tölfræði koma inná Vísi síðar í kvöld. 38. mín | 50-77: Danirnir gefa bara í ef eitthvað er. En að öðru; frábær umgjörð hér í kvöld og fínasta mæting á Ásvelli. 36. mín | 47-68: María Ben með flotta körfu og mnnkar muninn í 21 stig. Íslenska liðið þó að tapa altof mörgum boltum sem er að koma liðinu um koll. 33. mín | 44-61: Sautján stiga munur og lítið sem ekkert um áhlaup frá íslenska liðinu sem virðist dálítið vera sprungið. Danirnir nokkuð öruggir í sínum aðgerðum og virðast vera sigla sigrinum í höfn. Þriðja leikhluta lokið | 40-56: Hrikalega slakur þriðji leikhluti hjá íslenska liðinu sem skoraði einungis tólf stig gegn þrjátíu stigum frá gestunum. Algjör kaffæring. Íslenska liðið hefur verið að tapa boltanum alltof auðveldlega og þurfa spila mun betur í fjórða leikhlutanum ætli þær sér sigur hér í kvöld. 28. mín | 38-52: Allt í baklás hjá íslenska liðinu þessa stundina. Vörnin sem þær spiluðu svo vel í fyrri hálfleik er ekki mætt til leiks í þeim síðari og Ívar, þjálfari, er allt annað en ánægður. Einungsi tíu stig hingað til frá Íslandi í þriðja leikhluta. 25. mín | 35-42: Sjö stiga forysta gestana, sem eru betri þessa stundina. Katrine Dyszkant og Emilie Hesseldal í sérflokki hjá Dönum þessa stundina. 23. mín | 33-36: Gestirnir byrja síðari hálfleikinn mun betur og D. Dyszkant setti niður þriggja stiga körfu rétt í þessu. Ívari Ásgrímssyni er nóg boðið og tekur leikhlé. Pressuvörn Dana að fara illa með okkar stúlkur þessa stundina. 21. mín | 30-26: Síðari hálfleikur er farinn af stað og það er Bryndís Guðmundsdóttir sem skorar fyrstu körfuna eftir laglega sókn.Hálfleiks-tölfræði: Helena Sverrisdóttir er stigahæst í íslenska liðinu með ellefu stig og hefur hún tekið fimm fráköst. Næst kemur Hildur Sigurðardóttir með fimm stig. Allir leikmenn Íslands hafa komið við sögu í fyrri hálfleiknum. Í danska liðinu er E. Hesseldal stigahæst með tólf stig og fjögur fráköst. Hálfleikur | 28-26: Íslenska liðið er með tveggja stiga forystu í hálfleik eftir að hafa glutrað niður forystunni undir lok fyrri hálfleiks. Kristrún Sigurjónsdóttir setti niður þrist undir lok hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 25-26 í 28-26 og þannig stendur í hálfleik. 17. mín | 24-21: E. Fogelstrøm með þriggja stiga körfu og minnkar muninn í þrjú stig. Íslenska liðið aðeins að gefa eftir í varnarleiknum sem hefur verið afar góður hingað til. 14. mín | 22-14: Frábærlega gert hjá Helenu. Ýtir varnarmanninum frá sér löglega og leggur boltann snyrtilega niður í körfuna. Átta stiga forysta og okkar stúlkur eru að halda sama dampi og í fyrsta leikhluta. 12. mín | 18-12: Bæði lið eru að spila betri vörn heldur en sókn. Ragna Brynjarsdóttir setur niður tvö fyrstu stig annars leikhluta númer úr vítum. Fyrsta leikhluta lokið | 16-12: Fínasti leikhluti hjá okkar stúlkum. Vörnin hefur verið að halda vel, en nokkrir klaufalega glutraðir boltar í sókninni er ástæðan að forystan er ekki meiri. Byrjunin þó góð gegn sterku liði Dana. 8. mín | 13-17: Helena setur niður þrist og eykur muninn í sex stig. Vörn íslenska liðsins verið afar góð og Danirnir eiga fá svör. 6. mín | 10-7: Íslenska liðið heldur forystunni, en þarf að skerpa á sóknarleik sínum. Ívar er sýnist mér á sama máli og tekur leikhlé. Hildur Sigurðardóttir er komin með helming stiganna. 4. mín | 7-3: Danska liðið spilar þressuvörn sem okkar stúlkur hafa verið að leysa nokkuð vel hingað til. Pálina var að komast á blað. Hildur Björg strax kominn með tvær villur og Ragna Margrét leysir hana af hólmi. 2. mín | 5-2: Bryndís Guðmundsdóttir skoraði fyrstu stig Íslands og Hildur Sigurðardóttir henti svo í ljómandi fínan þrist sem áhorfendur taka vel í. 1. mín | 0-0: Leikurinn er farinn af stað og Danmörk vinnur uppkastið. Góða skemmtun!Fyrir leik: Hér styttist í leikinn, en aðeins er byrjað að bæta í áhorfendaskarann. Um tíu mínútur í leikinn og smá basl með míkrafón fyrir kynninn Erling Hannesson, en þetta er að reddast sýnist mér. Fyrir leik: Leikur Argentínu og Hollands í undanúrslitum heimsmeistaramótsins hefst klukkan 20:00 og spurning hvort hann hafi áhrif á mætinguna hér í kvöld. Vonum ekki!Fyrir leik: Jón Bender, Rögnvaldur Hreiðarsson og Ísak Kristinsson eru með flautuna hér í kvöld og vonandi gengur þeim eins og best verður á kosið. Fyrir leik: Ívar Ásgrímsson tók við landsliðinu í sumar af Sverri Sverrissyni, en þetta er ekki hans fyrsti landsleikur sem þjálfari landsliðsins. Hann stýrði einnig íslenska liðinu á árunum 2004 til 2005, en hans síðasti leikur var með liðið í júníbyrjun árið 2005. Það voru einnig smáþjóðaleikar en þeir fóru fram í Andorra. Fyrir leik: Bæði lið eru þessa stundina að hita upp á vellinum. Þessi leikur hér í kvöld er liður stelpnanna fyrir Evrópumót smáþjóða sem fer fram í Austurríki dagana 14. - 19. júlí. Fyrir leik: Alls átta stúlkur af þrettán þekkja það mæta vel að spila á Ásvöllum, en það eru einungis þær Hildur Sigurðardóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir sem hafa ekki haft Ásvelli fyrir heimavöll sinn í gegnum tíðina. Fyrir leik: Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Ásvöllum. Hér er Danmörk í heimsókn í æfingarleik. Eins og stendur hér að ofan er þetta fyrsti landsleikur íslenska kvennalandsliðinu á landinu í heil fimm ár.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira