Emirates hættir að fljúga yfir Írak Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 13:08 Írak er í alfaraflugleið flugvéla á leið milli Asíu og Evrópu. Flugfélög eru að enduskoða áætlanir sínar eftir að MH 17 var skotin niður í Úkraínu. vísir/ap Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins. MH17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins.
MH17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent