Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2014 18:21 Jón Arnór Stefánsson horfði á æfingu liðsins í dag. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. „Þetta er ekki skemmtilegt og ég var þungur yfir þessu eftir að ég tók ákvörðunina en þetta er bara eitthvað sem ég verð að gera. Það er ekkert annað í stöðunni," sagði Jón Arnór á æfingu landsliðsins í dag en hann mætti þangað til að horfa á liðið æfa sem og að segja fjölmiðlum frá sinni stöðu. Jón Arnór verður 32 ára á þessu ári og vill ekki missa af möguleikanum á því að ná í einn góðan samning til viðbótar. Slæm meiðsli í landsleik gætu skemmt mikið fyrir honum. „Það er hægt að tryggja mig eins lengi og þú vilt en ef að þetta eru eins til tveggja mánaða meiðsli þá væri mín staða svo slæm ef að ég ætlaði að fara reyna að fá samning þá. Þá vill enginn snerta mig og ég yngist ekkert. Þarna væri komið inn í nóvember og ég nýstigin upp úr meiðslum með markaðinn eins og hann er. Það væri bara erfitt að fá starf. Ég á bara tvö til þrjú ár eftir í þessu og þurfti bara að taka þessa ákvörðun," sagði Jón Arnór. Íslenska landsliðið er að missa sinn besta leikmann en Jón Arnór hefur ekki áhyggjur af liðinu. „Þetta er hörkutækifæri fyrir hina strákana því það eru fullt af mínútum í boði. Ég er búinn að vera hanga á alltof mörgum mínútum í leik en núna er tækifæri fyrir þá að sanna sig. Ég hef fulla trú á þeim eins og alltaf og það kemur bara maður í manns stað," sagði Jón Arnór en nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. „Þetta er ekki skemmtilegt og ég var þungur yfir þessu eftir að ég tók ákvörðunina en þetta er bara eitthvað sem ég verð að gera. Það er ekkert annað í stöðunni," sagði Jón Arnór á æfingu landsliðsins í dag en hann mætti þangað til að horfa á liðið æfa sem og að segja fjölmiðlum frá sinni stöðu. Jón Arnór verður 32 ára á þessu ári og vill ekki missa af möguleikanum á því að ná í einn góðan samning til viðbótar. Slæm meiðsli í landsleik gætu skemmt mikið fyrir honum. „Það er hægt að tryggja mig eins lengi og þú vilt en ef að þetta eru eins til tveggja mánaða meiðsli þá væri mín staða svo slæm ef að ég ætlaði að fara reyna að fá samning þá. Þá vill enginn snerta mig og ég yngist ekkert. Þarna væri komið inn í nóvember og ég nýstigin upp úr meiðslum með markaðinn eins og hann er. Það væri bara erfitt að fá starf. Ég á bara tvö til þrjú ár eftir í þessu og þurfti bara að taka þessa ákvörðun," sagði Jón Arnór. Íslenska landsliðið er að missa sinn besta leikmann en Jón Arnór hefur ekki áhyggjur af liðinu. „Þetta er hörkutækifæri fyrir hina strákana því það eru fullt af mínútum í boði. Ég er búinn að vera hanga á alltof mörgum mínútum í leik en núna er tækifæri fyrir þá að sanna sig. Ég hef fulla trú á þeim eins og alltaf og það kemur bara maður í manns stað," sagði Jón Arnór en nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15
Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43