Handbolti

Kiel vann Ofurbikarinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans byrja tímabilið vel.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans byrja tímabilið vel. Vísir/Getty
Kiel vann öruggan sigur á Füsche Berlin í leiknum um þýska Ofurbikarinn - árlegum leik deildarmeistaranna og bikarmeistaranna í Þýskalandi.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar voru með undirtökin allt frá fyrstu mínútu. Þeir voru komnir sex mörkum yfir, 8-2, eftir ellefu mínútna leik, en staðan í hálfleik var 13-8.

Kiel náði mest sjö marka forskoti, 22-15, í seinni hálfleik og vann að lokum sex marka sigur, 24-18.

Filip Jicha skoraði fimm mörk fyrir Kiel og Dominik Klein fjögur. Paul Drux var markahæstur í liði Füsche Berlin með fjögur mörk.

Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×