Óljóst endatafl í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. ágúst 2014 08:35 Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun