Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 27. ágúst 2014 17:29 Leikmenn íslenska liðsins þökkuðu stuðninginn að leik loknum. Vísir/Anton Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. Það sást glögglega á íslenska liðinu í byrjun hversu mikið var í húfi. Spennustigið var allt of hátt og í raun aðeins Jón Arnór Stefánsson sem kom rétt stilltur inn í leikinn en hann skoraði 12 fyrstu stig Íslands. Bosnía hafði yfirhöndina í fyrsta leikhluta en strax í upphafi annars leikhluta voru íslensku strákarnir komnir niður á jörðina og sýndu hvað býr í liðinu.Hlynur Bæringsson var greinilega ekki heill heilsu og var í bullandi villuvandræðum en það kom ekki að sök því hver leikmaðurinn af fætur öðrum steig upp og þá ekki síst í varnarleiknum sem var frábær. Gríðarleg barátta skilaði því að Ísland var yfir í hálfleik 47-43. Sóknarleikurinn í öðrum leikhluta var stórbrotinn en segja má að nánast allt hafi gengið upp. Leikurinn var í járnum allan þriðja leikhluta og gríðarlega hart barist og lítið skorað. Baráttan á kostnað sóknarleiksins hélt áfram í fjórða leikhluta en Bosnía hafði náð að jafna 58-58 fyrir fjórða leikhluta. Bosnía komst yfir í fyrsta sinn í langan tíma þegar sex mínútur voru eftir af leiknum og íslenska liðið virtist hreinlega bensínlaust eftir hetjulega baráttu og frábæran leik. Ísland skoraði ekki í fjórar mínútur og Bosnía náði átta stiga forystu áður en Hörður Axel Vilhjálmsson fann leiðina í körfuna. Ísland náði að minnka muninn í fjögur stig en nær komst liðið ekki. Það kom þó ekki að sök því liðið hafnar í öðru sæti A-riðils sem dugar liðinu að komast á EM í fyrsta sinn. Frábær árangur hjá íslenska liðinu sem er búið að sýna að það getur staðið í frábærum liðum þó það hafi vantað herslumuninn í kvöld. Jón Arnór Stefánsson var frábær hjá íslenska liðinu og skoraði 21 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 12 stig og Logi Gunnarsson, Pavel Ermolinskij og Haukur Helgi Pálsson 9 en Haukur tók auk þess 9 fráköst.Jón Arnór Stefánsson: Adrenalínið var bara búið „Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór. Craig Pedersen: Andinn í hópnum lykillinn„Ég er virkilega ánægður. Ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd leikmanna sem hafa lagt mikla vinnu í þetta í mörg ár. Ég kom inn í þetta fyrir fimm mánuðum og það er ótrúlegt að upplifa þetta með þeim,“ sagði Craig Pedersen þjálfari Íslands. „Ástæðan fyrir árangrinum er andinn í hópnum. Auðvitað eru miklir hæfileikar í hópnum en mörg lið sem leika ekki eins vel eiga kannski fleiri og hæfileikaríkari leikmenn en þau lið búa ekki yfir þeim anda sem er í íslenska liðinu. Þeir vinna líka vel og er klárir leikmenn," sagði Pedersen sem var mjög ánægður með hvernig aðrir leikmenn stigu upp þegar ljóst var að Hlynur Bæringsson gat ekki beitt sér sem skildi „Það var mjög mikilvægt að Hlynur var í búningi í dag því hann er hjartað og sálin í liðinu. Hann hefur unnið frábærlega fyrir liðið og var frákastahæsti leikmaðurinn í undankeppninni fyrir leikinn í kvöld. Það er ótrúlegt fyrir leikmenn upp á 2 metra. En aðrir leikmenn komu inn og stóðu sig frábærlega. „Alveg sama hvernig gengur á EM þá er frábær árangur fyrir svona litla þjóð að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins. Líka fyrir þjóð sem er svona lágvaxin á vellinum,“ sagði Pedersen. Haukur Helgi: Hefðum unnið með Hlyn„Ég vildi óska þess að við hefðum unnið þetta. Ég hélt að við værum að fara að gera það eftir fyrsta leikhlutann,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem átti frábæran leik fyrir íslenska liðið. „Það tók mikið á að spila þennan leik. Sérstaklega fyrir Jón Arnór að þurfa að halda okkur uppi framan af sóknarlega. „Ef við hefðum verið með Hlyn, þá hefðum við unnið. Það munar hrikalega um hann. Sumt fólk áttar sig ekki á því en við vitum hvers megnugur hann er og hversu mikilvægur fyrir liðið og þá sérstaklega gegn liði eins og þessu. „Við erum búnir að tala um það síðustu þrjú ár að eiga einn leik þar sem við erum góðir í 40 mínútur ekki bara góður í einn hálfleik eða fjórðung. Það kemur kannski bara á EM,“ sagði Haukur Helgi. Leik lokið (70-78): Ísland er komið á EM þrátt fyrir tap39. mínúta (68-72): Martin með tvö víti.37. mínúta (66-72): Hörður Axel fann leiðina í körfuna. Mikilvægt.35. mínúta (64-70): Allt of góður sprettur hjá Bosníu.34. mínúta (64-65): Bosnía komin aftur yfir.34. mínúta (64-62): Þetta er í járnum.32. mínúta (63-60): Logi með 2 víti niður.31. mínúta (61-58): Pavel með þrist eins og í upphafi þriðja leikhluta.Þriðja leikhluta lokið (58-58): Þetta er jafnt. Er það ekki það sem allir vilja?30. mínúta (58-56): Jón Arnór með glæsilegt stökkskot.28. mínúta (56-56): Þetta er basl núna. Bosnía kemst mikið á línuna og Ísland fær ekkert sem hlutdrægum þykir augljóst.26. mínúta (56-51): Martin með eitt tæknivíti niður.26. mínúta (55-51): Hörður Axel með þrist!25. mínúta (52-49): Sóknarleikur Íslands farinn að hiksta.24. mínúta (52-46): Haukur Helgi skilar niður sniðskoti eftir frábært hraðaupphlaup. Baráttan í íslenska liðinu er stórbrotin.22. mínúta (50-44): Eitt bosnískt víti.21. mínúta (50-43): Pavel byrjar með þrist. Mjög gott.Hálfleikur: Jón Arnór er með 17 stig eftir fyrri hálfleik. Haukur Helgi og Hörður Axel 7 stig hvor og Logi Gunnarsson með 6.Hálfleikur (47-43): Frábær annar leikhluti hjá Íslandi og það með Hlyn Bæringsson meiddan í villuvandræðum og Jón Arnór fékk mikla hvíld. Ísland skoraði 31 stig gegn 19.20. mínúta (47-43): Hörður Axel með frábært sniðskot eftir að hafa fíflað vörn Bosníu.19. mínúta (45-41): Jón Arnór kominn með 17 stig.18. mínúta (43-39): Axel Kárason með þrist. Þvílík innkoma hjá honum! Fráköst, barátta og nú þetta.17. mínúta (40-37): Hörður á línunni og munurinn þrjú stig.17. mínúta (38-37): Pavel með þrist. Ísland er komið yfir!16. mínúta (35-36): Logi Gunnarsson sækir villu undir körfunni og skorar. Vítið fór auðvitað niður líka eftir leikhlé Bosníu. Þetta er bara stig.15. mínúta (32-35): Hann getur allt. Haukur Helgi fyrir utan.14. mínúta (29-34): Logi Gunnarsson svarar þrist með þrist. Þetta er veisla.14. mínúta (26-31): Haukur Helgi keyrði upp að körfunni og setti sniðskotið niður. Kominn með 4 stig.13. mínúta (24-31): Jón Arnór með tvö stig og víti.12. mínúta (21-27): Haukur Helgi undir körfunni.11. mínúta (19-24): Hörður Vilhjálmsson með þrist. Þetta er í lagi.Fyrsta leikhluta lokið (16-24): Martin með tvö víti niður. Átta stig er ekkert. Stressið vonandi að hverfa og þá verður þetta í góðu lagi. Jón Arnór með 12 stig í leikhlutanum.10. mínúta (14-24): Ragnar Nat notaði hæðina vel undir körfunni. Þetta kemur vonandi öllum sem ekki heita Jón Arnór á bragðið.10. mínúta (12-24): Full góður sprettur hjá Bosníu.9. mínúta (12-22): Þristur. Nú þarf Ísland að fara að fá stig frá öðrum en Jóni sem er sestur á bekkinn.9. mínúta (12-19): Tvö víti niður hjá Bosníu.7. mínúta (12-17): Jón Arnór er enn að gera vel sem Kobe eftirherma. Kominn með öll 12 stig Íslands.7. mínúta (10-170): Ísland á í erfiðleikum með að finna opið skot. Bosníska vörnin er mjög sterk.6. mínúta (10-15): Bosnía hirðir mikið af fráköstum. Erfitt við það að eiga.5. mínúta (10-13): Ef einhver efaðist þá er Bosnía með frábært lið.5. mínúta (10-8): Jón Arnór er andsetinn. Kominn með öll tíu stigin, núna með þrist númer tvö.4. mínúta (7-8): Það má ekki gefa Bosníu opin skot.3. mínúta (7-5): Jón Arnór missteig sig en virðist geta harkað af sér. Æðir svo inn í teig og fær tvö víti sem detta auðvitað bæði.2. mínúta (5-5): Jón Arnór aftur eftir þrist hjá Bosníu.2. mínúta (3-2): Jón Arnór með þrist.1. mínúta (0-2): Bosnía skorar fyrstu stigin.1. mínúta: Bosnía tekur uppkastið. Það var viðbbúið. Skrefa svo í fyrstu sókninni. Ekki var það leiðinlegt.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson byrjar leikinn en eins og allir vita þarf meira en ónýtan ökkla til að stoppa þá vél.Fyrir leik: KKÍ bauð upp á lofsönginn á réttum hraða og hlóð svo í Stolt Siglir Fleyið Mitt strax á eftir. Vel gert!Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin, það var nánast þögn í stúkunni á meðan lið Bosníu var kynnt en það er mikill hávaði sem fagnar íslenska liðinu.Fyrir leik: Allt bendir til þess að Ísland megi tapa með allt að 30 stigum í kvöld og fer samt áfram. Þetta eru samt ekki endanlegir útreikningar og skal taka með fyrirvara.Fyrir leik: Stundarfjórðungur til leiks og það er setið í öllum sætum og enn streymir fólk inn í salinn. Þröngt mega sáttir sitja og syngja vonandi hátt.Fyrir leik: Þó bosníska liðið sé hávaxið þá nær enginn leikmaður leiksins hærra en Ragnar Nathanaelson. Hann á heila sjö sentimetra á hæsta leikmann Bosníu í kvöld enda telur drengurinn 218 sentimetra þó hárið sé slétt og greitt.Fyrir leik: Það er hálftími í leik. Íslenska liðið gengur inn í salinn og stúkan sem er full tryllist. Það hljóta fleiri en undirritaður að hafa fengið gæsahúð.Fyrir leik: Stóra spurningin fyrir Ísland er hvort liðið nái að láta spennustigið vinna með sér því aldrei í sögunni hefur liðið leikið mikilvægari leik.Fyrir leik: Þó Bosnía hafi unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa og tryggt farseðilinn á EM þá skal enginn halda að liðið gefi eitthvað eftir í kvöld og sé sama um úrslitin. Bosnía er mætt í Höllina til að vinna og mun ekki gefa neitt eftir.Fyrir leik: Bosníuliðið er mjög hávaxið enda hefur ekkert lið tekið eins mörg fráköst og Bosnía í undankeppninni.Fyrir leik: Yfir 1.000 manns var mætt í Höllina þegar enn var klukkutími til leiks og ljóst að griðarleg stemning verður á leiknum en uppselt er á leikinn og komust færri að en vildu.Fyrir leik: Kraftframherjinn Mirza Teletovic leikmaður Brooklyn Nets er ekki með Bosníu í kvöld en hann lek Ísland grátt í fyrri leik liðanna. Það skal þó enginn afskrifa Bosníu sem er gríðarlega vel mannað í öllum stöðum.Fyrir leik: Íslenska landsliðið vann 13 stiga sigur á Bretland í fyrri heimaleik sínum í riðlinum en í millitíðinni tapaði liðið út í Bosníu og vann eftirminnilegan sigur á Bretum í London.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson hefur verið að reyna að ná sér góðum af ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í lok sigurleiksins út í London. Hlynur ætlar að láta reyna á hann í kvöld þrátt fyrir að vera ekki orðinn alveg heill.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson spilar sinn fyrsta leik í Laugardalshöllinni á þessu ári en hann var ekki með liðinu í sigrinum á Bretum. Jón Arnór skoraði 23 stig í sigrinum á Bretum í síðasta leik liðsins sem fór fram í London.Við erum á leiðinni á EM!!!!!! Takk fyrir stuðninginn, erum endalaust stoltir og þakklátir. We are going to Eurobasket 2015!!!— Jón Arnór Stefánsson (@jonstef9) August 27, 2014 Vísir/antonVísir/AntonVísir/Anton Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. Það sást glögglega á íslenska liðinu í byrjun hversu mikið var í húfi. Spennustigið var allt of hátt og í raun aðeins Jón Arnór Stefánsson sem kom rétt stilltur inn í leikinn en hann skoraði 12 fyrstu stig Íslands. Bosnía hafði yfirhöndina í fyrsta leikhluta en strax í upphafi annars leikhluta voru íslensku strákarnir komnir niður á jörðina og sýndu hvað býr í liðinu.Hlynur Bæringsson var greinilega ekki heill heilsu og var í bullandi villuvandræðum en það kom ekki að sök því hver leikmaðurinn af fætur öðrum steig upp og þá ekki síst í varnarleiknum sem var frábær. Gríðarleg barátta skilaði því að Ísland var yfir í hálfleik 47-43. Sóknarleikurinn í öðrum leikhluta var stórbrotinn en segja má að nánast allt hafi gengið upp. Leikurinn var í járnum allan þriðja leikhluta og gríðarlega hart barist og lítið skorað. Baráttan á kostnað sóknarleiksins hélt áfram í fjórða leikhluta en Bosnía hafði náð að jafna 58-58 fyrir fjórða leikhluta. Bosnía komst yfir í fyrsta sinn í langan tíma þegar sex mínútur voru eftir af leiknum og íslenska liðið virtist hreinlega bensínlaust eftir hetjulega baráttu og frábæran leik. Ísland skoraði ekki í fjórar mínútur og Bosnía náði átta stiga forystu áður en Hörður Axel Vilhjálmsson fann leiðina í körfuna. Ísland náði að minnka muninn í fjögur stig en nær komst liðið ekki. Það kom þó ekki að sök því liðið hafnar í öðru sæti A-riðils sem dugar liðinu að komast á EM í fyrsta sinn. Frábær árangur hjá íslenska liðinu sem er búið að sýna að það getur staðið í frábærum liðum þó það hafi vantað herslumuninn í kvöld. Jón Arnór Stefánsson var frábær hjá íslenska liðinu og skoraði 21 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 12 stig og Logi Gunnarsson, Pavel Ermolinskij og Haukur Helgi Pálsson 9 en Haukur tók auk þess 9 fráköst.Jón Arnór Stefánsson: Adrenalínið var bara búið „Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór. Craig Pedersen: Andinn í hópnum lykillinn„Ég er virkilega ánægður. Ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd leikmanna sem hafa lagt mikla vinnu í þetta í mörg ár. Ég kom inn í þetta fyrir fimm mánuðum og það er ótrúlegt að upplifa þetta með þeim,“ sagði Craig Pedersen þjálfari Íslands. „Ástæðan fyrir árangrinum er andinn í hópnum. Auðvitað eru miklir hæfileikar í hópnum en mörg lið sem leika ekki eins vel eiga kannski fleiri og hæfileikaríkari leikmenn en þau lið búa ekki yfir þeim anda sem er í íslenska liðinu. Þeir vinna líka vel og er klárir leikmenn," sagði Pedersen sem var mjög ánægður með hvernig aðrir leikmenn stigu upp þegar ljóst var að Hlynur Bæringsson gat ekki beitt sér sem skildi „Það var mjög mikilvægt að Hlynur var í búningi í dag því hann er hjartað og sálin í liðinu. Hann hefur unnið frábærlega fyrir liðið og var frákastahæsti leikmaðurinn í undankeppninni fyrir leikinn í kvöld. Það er ótrúlegt fyrir leikmenn upp á 2 metra. En aðrir leikmenn komu inn og stóðu sig frábærlega. „Alveg sama hvernig gengur á EM þá er frábær árangur fyrir svona litla þjóð að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins. Líka fyrir þjóð sem er svona lágvaxin á vellinum,“ sagði Pedersen. Haukur Helgi: Hefðum unnið með Hlyn„Ég vildi óska þess að við hefðum unnið þetta. Ég hélt að við værum að fara að gera það eftir fyrsta leikhlutann,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem átti frábæran leik fyrir íslenska liðið. „Það tók mikið á að spila þennan leik. Sérstaklega fyrir Jón Arnór að þurfa að halda okkur uppi framan af sóknarlega. „Ef við hefðum verið með Hlyn, þá hefðum við unnið. Það munar hrikalega um hann. Sumt fólk áttar sig ekki á því en við vitum hvers megnugur hann er og hversu mikilvægur fyrir liðið og þá sérstaklega gegn liði eins og þessu. „Við erum búnir að tala um það síðustu þrjú ár að eiga einn leik þar sem við erum góðir í 40 mínútur ekki bara góður í einn hálfleik eða fjórðung. Það kemur kannski bara á EM,“ sagði Haukur Helgi. Leik lokið (70-78): Ísland er komið á EM þrátt fyrir tap39. mínúta (68-72): Martin með tvö víti.37. mínúta (66-72): Hörður Axel fann leiðina í körfuna. Mikilvægt.35. mínúta (64-70): Allt of góður sprettur hjá Bosníu.34. mínúta (64-65): Bosnía komin aftur yfir.34. mínúta (64-62): Þetta er í járnum.32. mínúta (63-60): Logi með 2 víti niður.31. mínúta (61-58): Pavel með þrist eins og í upphafi þriðja leikhluta.Þriðja leikhluta lokið (58-58): Þetta er jafnt. Er það ekki það sem allir vilja?30. mínúta (58-56): Jón Arnór með glæsilegt stökkskot.28. mínúta (56-56): Þetta er basl núna. Bosnía kemst mikið á línuna og Ísland fær ekkert sem hlutdrægum þykir augljóst.26. mínúta (56-51): Martin með eitt tæknivíti niður.26. mínúta (55-51): Hörður Axel með þrist!25. mínúta (52-49): Sóknarleikur Íslands farinn að hiksta.24. mínúta (52-46): Haukur Helgi skilar niður sniðskoti eftir frábært hraðaupphlaup. Baráttan í íslenska liðinu er stórbrotin.22. mínúta (50-44): Eitt bosnískt víti.21. mínúta (50-43): Pavel byrjar með þrist. Mjög gott.Hálfleikur: Jón Arnór er með 17 stig eftir fyrri hálfleik. Haukur Helgi og Hörður Axel 7 stig hvor og Logi Gunnarsson með 6.Hálfleikur (47-43): Frábær annar leikhluti hjá Íslandi og það með Hlyn Bæringsson meiddan í villuvandræðum og Jón Arnór fékk mikla hvíld. Ísland skoraði 31 stig gegn 19.20. mínúta (47-43): Hörður Axel með frábært sniðskot eftir að hafa fíflað vörn Bosníu.19. mínúta (45-41): Jón Arnór kominn með 17 stig.18. mínúta (43-39): Axel Kárason með þrist. Þvílík innkoma hjá honum! Fráköst, barátta og nú þetta.17. mínúta (40-37): Hörður á línunni og munurinn þrjú stig.17. mínúta (38-37): Pavel með þrist. Ísland er komið yfir!16. mínúta (35-36): Logi Gunnarsson sækir villu undir körfunni og skorar. Vítið fór auðvitað niður líka eftir leikhlé Bosníu. Þetta er bara stig.15. mínúta (32-35): Hann getur allt. Haukur Helgi fyrir utan.14. mínúta (29-34): Logi Gunnarsson svarar þrist með þrist. Þetta er veisla.14. mínúta (26-31): Haukur Helgi keyrði upp að körfunni og setti sniðskotið niður. Kominn með 4 stig.13. mínúta (24-31): Jón Arnór með tvö stig og víti.12. mínúta (21-27): Haukur Helgi undir körfunni.11. mínúta (19-24): Hörður Vilhjálmsson með þrist. Þetta er í lagi.Fyrsta leikhluta lokið (16-24): Martin með tvö víti niður. Átta stig er ekkert. Stressið vonandi að hverfa og þá verður þetta í góðu lagi. Jón Arnór með 12 stig í leikhlutanum.10. mínúta (14-24): Ragnar Nat notaði hæðina vel undir körfunni. Þetta kemur vonandi öllum sem ekki heita Jón Arnór á bragðið.10. mínúta (12-24): Full góður sprettur hjá Bosníu.9. mínúta (12-22): Þristur. Nú þarf Ísland að fara að fá stig frá öðrum en Jóni sem er sestur á bekkinn.9. mínúta (12-19): Tvö víti niður hjá Bosníu.7. mínúta (12-17): Jón Arnór er enn að gera vel sem Kobe eftirherma. Kominn með öll 12 stig Íslands.7. mínúta (10-170): Ísland á í erfiðleikum með að finna opið skot. Bosníska vörnin er mjög sterk.6. mínúta (10-15): Bosnía hirðir mikið af fráköstum. Erfitt við það að eiga.5. mínúta (10-13): Ef einhver efaðist þá er Bosnía með frábært lið.5. mínúta (10-8): Jón Arnór er andsetinn. Kominn með öll tíu stigin, núna með þrist númer tvö.4. mínúta (7-8): Það má ekki gefa Bosníu opin skot.3. mínúta (7-5): Jón Arnór missteig sig en virðist geta harkað af sér. Æðir svo inn í teig og fær tvö víti sem detta auðvitað bæði.2. mínúta (5-5): Jón Arnór aftur eftir þrist hjá Bosníu.2. mínúta (3-2): Jón Arnór með þrist.1. mínúta (0-2): Bosnía skorar fyrstu stigin.1. mínúta: Bosnía tekur uppkastið. Það var viðbbúið. Skrefa svo í fyrstu sókninni. Ekki var það leiðinlegt.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson byrjar leikinn en eins og allir vita þarf meira en ónýtan ökkla til að stoppa þá vél.Fyrir leik: KKÍ bauð upp á lofsönginn á réttum hraða og hlóð svo í Stolt Siglir Fleyið Mitt strax á eftir. Vel gert!Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin, það var nánast þögn í stúkunni á meðan lið Bosníu var kynnt en það er mikill hávaði sem fagnar íslenska liðinu.Fyrir leik: Allt bendir til þess að Ísland megi tapa með allt að 30 stigum í kvöld og fer samt áfram. Þetta eru samt ekki endanlegir útreikningar og skal taka með fyrirvara.Fyrir leik: Stundarfjórðungur til leiks og það er setið í öllum sætum og enn streymir fólk inn í salinn. Þröngt mega sáttir sitja og syngja vonandi hátt.Fyrir leik: Þó bosníska liðið sé hávaxið þá nær enginn leikmaður leiksins hærra en Ragnar Nathanaelson. Hann á heila sjö sentimetra á hæsta leikmann Bosníu í kvöld enda telur drengurinn 218 sentimetra þó hárið sé slétt og greitt.Fyrir leik: Það er hálftími í leik. Íslenska liðið gengur inn í salinn og stúkan sem er full tryllist. Það hljóta fleiri en undirritaður að hafa fengið gæsahúð.Fyrir leik: Stóra spurningin fyrir Ísland er hvort liðið nái að láta spennustigið vinna með sér því aldrei í sögunni hefur liðið leikið mikilvægari leik.Fyrir leik: Þó Bosnía hafi unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa og tryggt farseðilinn á EM þá skal enginn halda að liðið gefi eitthvað eftir í kvöld og sé sama um úrslitin. Bosnía er mætt í Höllina til að vinna og mun ekki gefa neitt eftir.Fyrir leik: Bosníuliðið er mjög hávaxið enda hefur ekkert lið tekið eins mörg fráköst og Bosnía í undankeppninni.Fyrir leik: Yfir 1.000 manns var mætt í Höllina þegar enn var klukkutími til leiks og ljóst að griðarleg stemning verður á leiknum en uppselt er á leikinn og komust færri að en vildu.Fyrir leik: Kraftframherjinn Mirza Teletovic leikmaður Brooklyn Nets er ekki með Bosníu í kvöld en hann lek Ísland grátt í fyrri leik liðanna. Það skal þó enginn afskrifa Bosníu sem er gríðarlega vel mannað í öllum stöðum.Fyrir leik: Íslenska landsliðið vann 13 stiga sigur á Bretland í fyrri heimaleik sínum í riðlinum en í millitíðinni tapaði liðið út í Bosníu og vann eftirminnilegan sigur á Bretum í London.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson hefur verið að reyna að ná sér góðum af ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í lok sigurleiksins út í London. Hlynur ætlar að láta reyna á hann í kvöld þrátt fyrir að vera ekki orðinn alveg heill.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson spilar sinn fyrsta leik í Laugardalshöllinni á þessu ári en hann var ekki með liðinu í sigrinum á Bretum. Jón Arnór skoraði 23 stig í sigrinum á Bretum í síðasta leik liðsins sem fór fram í London.Við erum á leiðinni á EM!!!!!! Takk fyrir stuðninginn, erum endalaust stoltir og þakklátir. We are going to Eurobasket 2015!!!— Jón Arnór Stefánsson (@jonstef9) August 27, 2014 Vísir/antonVísir/AntonVísir/Anton
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira