Körfubolti

Haukur Helgi: Þessi leikur á eftir að lifa í minningunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukur Helgi Pálsson á æfingu liðsins í gær.
Haukur Helgi Pálsson á æfingu liðsins í gær. vísir/andri marinó
„Það er mikið undir í þessum leik og einhverstaðar heyrði ég að það væri uppselt. Það er geðveikt,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi á æfingun liðsins í gær.

Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll í kvöld í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2015, en með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á EM. Uppselt er á leikinn.

„Ég veit ekki hvort það hafi gerst áður í landsleik, en þetta verður eitthvað sem maður gleymir seint.“

Bosníumenn verða án síns langbesta manns, Mirza Teletovic sem leikur með Brooklyn Nets í NBA-deildinni.

„Ég veit ekki hvort það hjálpi okkur að hann sé ekki með eða vinni gegn okkur,“ sagði Haukur Helgi.

„Það þýðir auðvitað bara að þeir þétta sig og spila meira sem lið heldur en að leita að einum manni. Það er auðveldara að hemja einn mann heldur en fimm leikmenn.“

„Við mætum bara eins og við erum búnir að vera að gera og spilum okkar leik. Ég held að við munum eiga frábæran leik og vonandi náum við að vinna.“

Haukur Helgi segist spenntur fyrir leiknum í kvöld og ætlar að halda sér frá þeim vandræðum sem hann lenti í þegar liðin mættust í Bosníu.

„Ég ætla að reyna að lenda ekki í villuvandræðum og meiða mig á fyrstu 15 mínútunum. Ég er að undirbúa mig fyrir þennan leik eins og ég geri vanalega og þessi á eftir að lifa í minningunni,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.


Tengdar fréttir

Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í fyrsta sinn fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld og í boði er sæti á EM. "Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu,“ segir Hlynur Bæringsson sem ætlar að spila þrátt fyrir ökklameiðsli. "Hann er




Fleiri fréttir

Sjá meira


×