Körfubolti

Uppselt í Höllina: „Þetta er alveg stórkostlegt“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermannsson og strákarnir spila fyrir fullri höll í fyrsta sinn.
Martin Hermannsson og strákarnir spila fyrir fullri höll í fyrsta sinn. vísir/vilhelm
Körfuknattleikssamband Ísland greindi frá því á Twitter-síðu sinni nú rétt í þessu að uppselt væri á landsleik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015 sem fram fer í Laugardalshöll klukkan 19.30 annað kvöld.

Með sigri tryggir íslenska landsliðið sig á EM í fyrsta skipti í sögunni, en þó liðið tapi eru enn góðir möguleikar á að strákarnir fari á stórmót.

„Það er búið að loka miðasölunni. Þetta er bara stórkostlegt. Þetta er í fyrsta sinn sem það er uppselt á landsleik í körfubolta í Laugardalshöll,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.

„Það skal þó tekið fram að frítt er inn fyrir öll börn yngri en 15 ára og þau munu öll komast inn. Við lokuðum miðasölunni í 2.000 miðum til að tryggja það.“

„Þetta er alveg frábært og sýnir hversu mikill áhugi er á leiknum,“ segir glaðbeittur Hannes S. Jónsson.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti

"Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2.

Bosnískur sigur á Bretum

Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta.

Landsliðsmenn litu við í Úrvalsbúðunum | Myndband

Ragnar Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, landsliðsmiðherjarnir kíktu í Úrvalsbúðir Körfuknattleikssambands Íslands á Ásvöllum um helgina og slógu á létta strengi með ungum körfuboltaiðkendum.

Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni

NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×