Æfingar lagðar niður hjá körfuboltaliðum til að fylla Höllina Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 11:45 Ingi Þór Steinþórsson mætir með góðum hópi úr Stykkishólmi. vísir/daníel „Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
„Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27
Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59
Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00
Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48
Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30