Æfingar lagðar niður hjá körfuboltaliðum til að fylla Höllina Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 11:45 Ingi Þór Steinþórsson mætir með góðum hópi úr Stykkishólmi. vísir/daníel „Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira
„Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira
Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27
Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59
Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00
Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48
Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30