Engin ríkisábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. ágúst 2014 11:14 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun