Fótbolti

Bayern hafnaði tilboði Liverpool í Shaqiri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shaqiri í leik með Bayern.
Shaqiri í leik með Bayern. Vísir/Getty
Xherdan Shaqiri, miðjumaður þýska risans Bayern Munchen, segir að þýska liðinu hafi borist tilboð frá Liverpool í sumar. Bæjarar hafa ekki viljað selja Shaqiri.

Shaqiri hefur verið lengi orðaður við Liverpool og háværar raddir voru uppi í sumar um að hann myndi yfirgefa Þýskaland.

„Liverpool gerði tilboð í mig fyrir heimsmeistaramótið, en Bayern steig niður og sögðu við mig að þeir væru ekki að fara selja mig," sagði svissneski landsliðsmaðurinn.

„Núverandi samningur minn er til 2016 og ég gæti mögulega framlengt hann. Ég mun skoða stöðu mína í vetrarfríinu," sagði Shaqiri, en þýska deildin fer í sitt árlega frí í janúar.

Shaqiri hefur spilað 45 leiki síðustu tvö tímabil fyrir Bayern og skoraði tíu mörk, en áður var hann á mála hjá Basel í heimalandinu.

Hann er í svissneska landsliðshópnum sem mætir Englendingum í Sviss á þriðjudag, en leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×