Handbolti

Fäth ekki með gegn Sviss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steffen Fäth lék sinn fyrsta landsleik gegn Dönum, í apríl 2010.
Steffen Fäth lék sinn fyrsta landsleik gegn Dönum, í apríl 2010. Vísir/Getty
Handboltamaðurinn Steffen Fäth, leikmaður HSG Wetzlar, hefur þurft að draga úr þýska landsliðshópnum vegna ökklameiðsla.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Wetzlar og þýska landsliðið, en talið er að Fäth verði frá í sex vikur. Fäth hefur byrjað tímabilið vel, en hann hefur skorað 18 mörk í þremur fyrstu leikjum Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni.

Möguleikum Dags Sigurðssonar, nýs landsliðsþjálfara Þýskalands, í vinstri skyttustöðunni hefur því fækkað umtalsvert, en Finn Lemke frá Lemgo er eina vinstri skyttan sem eftir er í hópnum.

Dagur gæti þó brugðið á það ráð að nota Paul Drux, leikmann Füsche Berlin, eða Tim Kneule frá Göppingen, í þessari stöðu.

Þýskaland leikur tvo vináttulandsleiki gegn Sviss síðar í mánuðinum; í Göppingen 20. september og í Ulm degi síðar. Þetta verða fyrstu leikir Þýskalands undir stjórn Dags.


Tengdar fréttir

Dagur búinn að velja sinn fyrsta hóp

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Þjóðverjar spila tvo leiki við Sviss seinni hluta mánaðarins.

Glandorf leggur landsliðsskóna á hilluna

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, fékk ekki góðar fréttir í dag þegar Holger Glandorf tilkynnti að hann væri hættur að spila með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×