Handbolti

Dagur búinn að velja sinn fyrsta hóp

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Þjóðverjar spila tvo leiki við Sviss seinni hluta mánaðarins.

Dagur segist þegar vera farinn að horfa til framtíðar með þessu liðsvali enda má finna þar unga menn eins og Fäth, Lemke og Pekeler.

"Við munum byggja gott lið á þessum grunni. Það eru fleiri ungir menn í sigtinu hjá mér," sagði Dagur á blaðamannafundinum í dag.

Liðið mun koma til æfinga þann 15. september en leikirnir fara fram 20. og 21. september.

Hópurinn:

Markverðir: Silvio Heinevetter (Füchse Berlin), Andreas Wolff (HSG Wetzlar)

Aðrir leikmenn: Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen), Michael Allendorf (MT Melsungen), Steffen Fäth (HSG Wetzlar), Finn Lemke (TBV Lemgo), Tim Kneule (Frisch Auf Göppingen), Steffen Weinhold (THW Kiel), Paul Drux (Füchse Berlin), Michael Müller (MT Melsungen), Fabian Wiede (Füchse Berlin), Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Tobias Reichmann (KS Vive Kielce), Patrick Wiencek (THW Kiel), Hendrik Pekeler (TBV Lemgo), Felix Danner (MT Melsungen), Erik Schmidt (TSG Friesenheim).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×