Tækifæri í skemmtiferðaskipunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. september 2014 13:30 TVG Zimsen þjónustar flest þeirra stóru skemmtiferðaskipa sem hingað koma. Vísir/Ernir Skemmtiferðaskip á stærð við fjölbýlishús við skipahöfnina í Reykjavík er orðin algeng sýn. Alls komu 89 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur í sumar samkvæmt tölum frá Faxaflóahöfnum, en farþegar í þeim skipum voru í kringum 98 þúsund. Aldrei hefur slíkur fjöldi skemmtiferðaskipa lagst hér að bryggju. Tölur frá því í fyrra voru met, en þá komu hingað 80 skip og 92 þúsund farþegar. Aukningin hefur verið gríðarleg á síðustu árum en árið 2003 komu hingað fimmtíu skip með rúmlega 31 þúsund farþega. Flest hafa skipin fleiri áfangastaði á Íslandi en Reykjavík. Flutningsmiðlunarfyrirtækið TVG-Zimsen er umboðsaðili flestra þessara skipa þegar þau eru í höfn. TVG-Zimsen er dótturfélag Eimskipafélagsins en framkvæmdastjórinn, Björn Einarsson, segir mikil tækifæri felast í auknum áhuga ferðamanna á Íslandi. „Það er ótrúlega mikill vöxtur í þessu. Ísland er að styrkjast verulega í ferðamannaiðnaðinum almennt. Hann er síðan ólíkur innbyrðis og þetta, skemmtiferðaskipin, er ein tegundin,“ segir Björn.Ísland orðið áfangastaður Hann segir þau hjá TVG-Zimsen sjá mun stærri skip koma til landsins en áður og eðli ferðanna sé ólíkt því sem verið hefur. „Ísland er ekki lengur endilega bara hluti af „rúntinum“, það er að segja hluti af ferðum á aðra áfangastaði, heldur er það orðinn skýr áfangastaður í sjálfu sér. Ákveðinn miðpunktur. Það er nú verið að selja sérstakar Íslandsferðir og við sjáum þær styrkjast.“ Farþegar skemmtiferðaskipanna eru, eðli málsins samkvæmt, eins ólíkir og þeir eru margir. Björn segir bæði um að ræða fólk sem komi við hérna til að fara í stuttar skoðunarferðir sem og farþega sem vilji fá „dýpri“ ferðir. „Það kemur einnig meira af öðrum tegundum skipa og þar sem er frekari áhersla á náttúruna og Norðurslóðir, heldur en á stóru skipunum – þau eru náttúrulega bara eins og fljótandi hótel.“Disney á leiðinni Í mars á næsta ári munu til dæmis koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstakar norðurljósasiglingar, sem hefur ekki áður gerst. Þá kemur skemmtiferðaskipið Disney Magic til Reykjavíkur í júlí og mun stoppa yfir nótt við Skarfabakka. Disney-skip hefur aldrei áður komið hingað til lands, en Björn segir siglinguna undir áhrifum frá kvikmyndinni Frost. Skipið er 84 þúsund rúmlestir að stærð og tekur 1.750 farþega og mun hafa selst mjög fljótlega upp í ferðina. Sem umboðsaðili skipanna sér TVG-Zimsen um ólíkustu viðvik. „Við sjáum um allt frá minnstu viðvikum upp í þau stærri, til dæmis að útvega mat og vatn, sjá um viðgerðir á bilunum um borð eða fara með farþega til tannlæknis ef þess þarf.“ Tækifærin sem í þessu felast eru óendanleg. Björn segir fyrirtækið í samstarfi við nokkur önnur um að koma íslenskum vörum á framfæri í þessi skip. „Við höfum búið til hugtak sem kallast „Flavor of Iceland“ þar sem við viljum selja meira af íslenskum afurðum, matvælum eða öðru, meðal annars íslenskt grænmeti og mjólkurafurðir, um borð í skipin. Staðan núna er sú að þau fylla sig til dæmis í Kaupmannahöfn og víðar í Evrópu en við viljum ná að stíga inn í þessa þróun og ná að koma íslensku afurðunum um borð og kynna samkeppnishæfni þeirra hvað gæði og verð varðar. Það er ljóst að við höfum margt að bjóða í þessu, eins og til dæmis mjólkurafurðir, fisk, vatn og margt fleira.“ Björn segir þetta ganga vel, en það sé hins vegar langhlaup. „Maður verður að skilja að þetta er ekki spretthlaup til að ná árangri í þessu. Það er svolítið íslenska leiðin að halda að maður vinni sigurinn á morgun en það er ekki þannig í þessu. Þessi iðnaður er íhaldssamur og við gerum okkur grein fyrir að það tekur tíma að byggja svona upp.“Björn Einarsson er framkvæmdastjóri TVG Zimsen.Vísir/ErnirBjörtustu sumarmánuðirnir stærstir Miklar sveiflur eru í ferðamannaiðnaðinum almennt eftir árstíðum og Björn segir það ekki síður eiga við um skemmtiferðaskipin. „Skipin byrja að koma í maí og klára sig af í lok september. Kúfurinn og toppurinn er algjörlega þessir björtustu sumarmánuðir. Við höfum verið að sjá meiri áhuga á vetrarmánuðunum en það eru þá frekar minni skip sem eru að horfa til sérstakra ferða til norðurslóða og annað slíkt. Það er aukinn áhugi á slíku. En það verður aldrei eins stórt og björtustu sumarmánuðirnir.“ Stjórnendur TVG-Zimsen sjá einnig mikil tækifæri í auknum áhuga á norðurslóðum. „Við höfum verið að stilla saman strengi með Grænlandi og Færeyjum í samstarfi sem kallast, NAA, North Atlantic Agency, og viljum vinna með þessum þjóðum að því að búa til sameiginlega vöru sem hægt er að bjóða þessum stóru útgerðum sem sigla um öll heimsins höf. Við viljum gera þetta að einu markaðssvæði, Ísland, Færeyjar og Grænland, og bjóða upp á lausnir í því,“ segir Björn. Aðspurður hvort Ísland geti tekið endalaust við skipum á stærð við íbúðarblokkir segir Björn að hann telji að við eigum að vera stórhuga. „Þetta er kannski frekar spurning um þolmörk ferðaiðnaðarins í heild. Ég tel að við eigum að vera stórhuga og halda áfram að reyna að stækka okkur meira. Við þurfum hins vegar að setja okkur viðmið og skilgreina vöruna sem við erum að bjóða hér á landi.“ Björn segir TVG-Zimsen hafa einbeitt sér vel að þessum iðnaði, það er að þjónusta skemmtiferðaskipin, sem er þó í raun ekki beinn hluti af kjarnastarfsemi félagsins. „Við höfum gert það undanfarin ár að styrkja og stækka fyrirtækið í svokallaðri jaðarstarfsemi, eins og skemmtiferðaskipunum. Annar fókus hjá okkur er til dæmis að við erum að sjá um mikið af kvikmyndaverkefnum sem koma hingað,“ segir Björn og nefnir sem dæmi þættina Game of Thrones og Sense 8. „Þetta er flutningur á búnaði til og frá landinu og öll umsýsla hérlendis. Það er gríðarlegt umfang í kringum þetta og þessir kúnnar eru mjög kröfuharðir og það skiptir máli að vera með allar lausnir til taks sem hægt er.“Gleyma ekki kjarnastarfseminni Þrátt fyrir þessi jaðarverkefni sem TVG-Zimsen hefur sinnt af krafti undanfarið eru það alhliðaflutningslausnir í innflutningi sem er kjarnastarfsemin. „Við sinnum helst meðalstórum og smærri fyrirtækjum. Þar erum við í svokölluðu safngámakerfi í sjófrakt, bjóðum flugfrakt, heilgámalausnir frá Asíu og fleira. Þetta eru svokallaðar „door-to-door“ lausnir með tollafgreiðslu og akstri og er sniðið að því sem innflytjandinn þarf. Við komum inn í ráðgjöfina og klárum málið með öflugri og persónulegri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Þetta er okkar markaður.“ Game of Thrones Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Skemmtiferðaskip á stærð við fjölbýlishús við skipahöfnina í Reykjavík er orðin algeng sýn. Alls komu 89 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur í sumar samkvæmt tölum frá Faxaflóahöfnum, en farþegar í þeim skipum voru í kringum 98 þúsund. Aldrei hefur slíkur fjöldi skemmtiferðaskipa lagst hér að bryggju. Tölur frá því í fyrra voru met, en þá komu hingað 80 skip og 92 þúsund farþegar. Aukningin hefur verið gríðarleg á síðustu árum en árið 2003 komu hingað fimmtíu skip með rúmlega 31 þúsund farþega. Flest hafa skipin fleiri áfangastaði á Íslandi en Reykjavík. Flutningsmiðlunarfyrirtækið TVG-Zimsen er umboðsaðili flestra þessara skipa þegar þau eru í höfn. TVG-Zimsen er dótturfélag Eimskipafélagsins en framkvæmdastjórinn, Björn Einarsson, segir mikil tækifæri felast í auknum áhuga ferðamanna á Íslandi. „Það er ótrúlega mikill vöxtur í þessu. Ísland er að styrkjast verulega í ferðamannaiðnaðinum almennt. Hann er síðan ólíkur innbyrðis og þetta, skemmtiferðaskipin, er ein tegundin,“ segir Björn.Ísland orðið áfangastaður Hann segir þau hjá TVG-Zimsen sjá mun stærri skip koma til landsins en áður og eðli ferðanna sé ólíkt því sem verið hefur. „Ísland er ekki lengur endilega bara hluti af „rúntinum“, það er að segja hluti af ferðum á aðra áfangastaði, heldur er það orðinn skýr áfangastaður í sjálfu sér. Ákveðinn miðpunktur. Það er nú verið að selja sérstakar Íslandsferðir og við sjáum þær styrkjast.“ Farþegar skemmtiferðaskipanna eru, eðli málsins samkvæmt, eins ólíkir og þeir eru margir. Björn segir bæði um að ræða fólk sem komi við hérna til að fara í stuttar skoðunarferðir sem og farþega sem vilji fá „dýpri“ ferðir. „Það kemur einnig meira af öðrum tegundum skipa og þar sem er frekari áhersla á náttúruna og Norðurslóðir, heldur en á stóru skipunum – þau eru náttúrulega bara eins og fljótandi hótel.“Disney á leiðinni Í mars á næsta ári munu til dæmis koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstakar norðurljósasiglingar, sem hefur ekki áður gerst. Þá kemur skemmtiferðaskipið Disney Magic til Reykjavíkur í júlí og mun stoppa yfir nótt við Skarfabakka. Disney-skip hefur aldrei áður komið hingað til lands, en Björn segir siglinguna undir áhrifum frá kvikmyndinni Frost. Skipið er 84 þúsund rúmlestir að stærð og tekur 1.750 farþega og mun hafa selst mjög fljótlega upp í ferðina. Sem umboðsaðili skipanna sér TVG-Zimsen um ólíkustu viðvik. „Við sjáum um allt frá minnstu viðvikum upp í þau stærri, til dæmis að útvega mat og vatn, sjá um viðgerðir á bilunum um borð eða fara með farþega til tannlæknis ef þess þarf.“ Tækifærin sem í þessu felast eru óendanleg. Björn segir fyrirtækið í samstarfi við nokkur önnur um að koma íslenskum vörum á framfæri í þessi skip. „Við höfum búið til hugtak sem kallast „Flavor of Iceland“ þar sem við viljum selja meira af íslenskum afurðum, matvælum eða öðru, meðal annars íslenskt grænmeti og mjólkurafurðir, um borð í skipin. Staðan núna er sú að þau fylla sig til dæmis í Kaupmannahöfn og víðar í Evrópu en við viljum ná að stíga inn í þessa þróun og ná að koma íslensku afurðunum um borð og kynna samkeppnishæfni þeirra hvað gæði og verð varðar. Það er ljóst að við höfum margt að bjóða í þessu, eins og til dæmis mjólkurafurðir, fisk, vatn og margt fleira.“ Björn segir þetta ganga vel, en það sé hins vegar langhlaup. „Maður verður að skilja að þetta er ekki spretthlaup til að ná árangri í þessu. Það er svolítið íslenska leiðin að halda að maður vinni sigurinn á morgun en það er ekki þannig í þessu. Þessi iðnaður er íhaldssamur og við gerum okkur grein fyrir að það tekur tíma að byggja svona upp.“Björn Einarsson er framkvæmdastjóri TVG Zimsen.Vísir/ErnirBjörtustu sumarmánuðirnir stærstir Miklar sveiflur eru í ferðamannaiðnaðinum almennt eftir árstíðum og Björn segir það ekki síður eiga við um skemmtiferðaskipin. „Skipin byrja að koma í maí og klára sig af í lok september. Kúfurinn og toppurinn er algjörlega þessir björtustu sumarmánuðir. Við höfum verið að sjá meiri áhuga á vetrarmánuðunum en það eru þá frekar minni skip sem eru að horfa til sérstakra ferða til norðurslóða og annað slíkt. Það er aukinn áhugi á slíku. En það verður aldrei eins stórt og björtustu sumarmánuðirnir.“ Stjórnendur TVG-Zimsen sjá einnig mikil tækifæri í auknum áhuga á norðurslóðum. „Við höfum verið að stilla saman strengi með Grænlandi og Færeyjum í samstarfi sem kallast, NAA, North Atlantic Agency, og viljum vinna með þessum þjóðum að því að búa til sameiginlega vöru sem hægt er að bjóða þessum stóru útgerðum sem sigla um öll heimsins höf. Við viljum gera þetta að einu markaðssvæði, Ísland, Færeyjar og Grænland, og bjóða upp á lausnir í því,“ segir Björn. Aðspurður hvort Ísland geti tekið endalaust við skipum á stærð við íbúðarblokkir segir Björn að hann telji að við eigum að vera stórhuga. „Þetta er kannski frekar spurning um þolmörk ferðaiðnaðarins í heild. Ég tel að við eigum að vera stórhuga og halda áfram að reyna að stækka okkur meira. Við þurfum hins vegar að setja okkur viðmið og skilgreina vöruna sem við erum að bjóða hér á landi.“ Björn segir TVG-Zimsen hafa einbeitt sér vel að þessum iðnaði, það er að þjónusta skemmtiferðaskipin, sem er þó í raun ekki beinn hluti af kjarnastarfsemi félagsins. „Við höfum gert það undanfarin ár að styrkja og stækka fyrirtækið í svokallaðri jaðarstarfsemi, eins og skemmtiferðaskipunum. Annar fókus hjá okkur er til dæmis að við erum að sjá um mikið af kvikmyndaverkefnum sem koma hingað,“ segir Björn og nefnir sem dæmi þættina Game of Thrones og Sense 8. „Þetta er flutningur á búnaði til og frá landinu og öll umsýsla hérlendis. Það er gríðarlegt umfang í kringum þetta og þessir kúnnar eru mjög kröfuharðir og það skiptir máli að vera með allar lausnir til taks sem hægt er.“Gleyma ekki kjarnastarfseminni Þrátt fyrir þessi jaðarverkefni sem TVG-Zimsen hefur sinnt af krafti undanfarið eru það alhliðaflutningslausnir í innflutningi sem er kjarnastarfsemin. „Við sinnum helst meðalstórum og smærri fyrirtækjum. Þar erum við í svokölluðu safngámakerfi í sjófrakt, bjóðum flugfrakt, heilgámalausnir frá Asíu og fleira. Þetta eru svokallaðar „door-to-door“ lausnir með tollafgreiðslu og akstri og er sniðið að því sem innflytjandinn þarf. Við komum inn í ráðgjöfina og klárum málið með öflugri og persónulegri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Þetta er okkar markaður.“
Game of Thrones Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira