Freyr: Set þann sem mér sýnist á bekkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 12:45 Vísir/Valli Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira
Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25
Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00
Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30
Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33
Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48
Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01