Íslenski boltinn

Ólafur og Milos saman með Víking næstu tvö árin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic eru að gera góða hluti með Víkingsliðið.
Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic eru að gera góða hluti með Víkingsliðið.
Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic halda áfram sem þjálfarar Víkings, en þeir framlengdu samninga sína við Fossvogsfélagið til tveggja ára í kvöld.

Ólafur hefur þjálfað Víkingsliðið undanfarin þrjú ár, fyrst með aðstoð HelgaSigurðssonar, en Milos var ráðinn aðstoðarþjálfari í fyrra og vann liðið sér sæti í efstu deild með hann og Ólaf við stjórnvölinn.

Milos verður ekki áfram aðstoðarþjálfari heldur þjálfar hann liðið samhliða Ólafi og verða þeir báðir aðalþjálfarar, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá víkingum.

„Það er stjórn knattspyrnudeildar Víkings sönn ánægja að tilkynna að samkomulag hefur náðst við Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic um að taka að sér þjálfun meistaraflokksliðs félagsins næstu tvö árin. Sú breyting verður á samstarfi þeirra að Milos sem áður var aðstoðarþjálfari liðsins mun nú verða aðalþjálfara með Ólafi,“ segir í tilkynningu Víkinga.

Undir stjórn Ólafs og Milosar hafa Víkingar safnað 30 stigum í 18 leikjum í Pepsi-deildinni í ár og eru í baráttunni um Evrópusæti. Þá komst liðið í undanúrslit Borgunarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×