Hámarksgreiðsla sjúklinga verði 120 þúsund á ári Hjörtur Hjartarson skrifar 14. september 2014 19:30 Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira