Fótbolti

Markaveisla í fyrstu deild

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þróttur vann góðan sigur
Þróttur vann góðan sigur vísir/daníel
21. umferð 1. deildar karla í fótbolta lauk nú seinni partinn með fjórum leikjum en barist er um sætin frá þrjú til tíu því ljóst er hvaða lið fara upp og hvaða lið falla í 2. deild.

Þróttur vann dramatískan sigur á BÍ/Bolungarvík 2-1 fyrir vestan. Matthew Elíasson kom Þrótti yfir á 23. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0.

Matthías Kroknes Jóhannsson jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok en þegar fjórar mínútu voru eftir af leiknum missti BÍ/Bolungarvík Agnar Darra Sverrisson af velli með rautt spjald. Það nýtti Þróttur sér og tryggði Aron Lloyd Green liðinu sigurinn undir lok leiksins.

KA gerði góða ferð á Selfoss þar sem liðið vann 4-2 sigur en Selfoss var 1-0 yfir í hálfleik. Selfoss jafnaði metin í 2-2 þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum en KA var sterkara á lokasprettinum.

Víkingur Ólafsvík fórr létt með KV 5-1 á Ólafsvíkurvelli. Eyþór Helgi Birgisson skoraði eina mark fyrri hálfleiks en Einar Már Þórisson jafnaði metin þegar hálftími var eftir.

Þorsteinn Már Ragnarsson kom Víkingi aftur yfir sjö mínútum síðar og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk. Fyrst skoraði Alejandro Lopez áður en Antonio Mossi skoraði tvö síðustu mörk leiksins.

Grindavík skellti botnliði Tindastóls 3-0 á Sauðárkróksvelli. Juraj Grizelj skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 6. mínútu. Hann skoraði einnig síðasta markið í uppbótartíma en Alex Freyr Hilmarsson hafði skömmu áður komið liðinu í 2-0.

Tindastóll og KV eru fallinn í 2. deild og Leiknir og ÍA leika í Pepsí deildinni á næstu leiktíð.

Markaskorarar eru fengnir af urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×