Umfjöllun, viðtal og myndir: Haukar - KR 83-93 | KR í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 26. september 2014 16:27 Michael Craion kom frá Keflavík til KR. Vísir/Valli Íslandsmeistarar KR reyndust númeri of stórir fyrir Hauka í seinni leik undanúrslita Lengjubikars karla í Ásgarði í kvöld. Lið KR var of reynt, of klókt og að lokum of gott fyrir Hafnfirðinga í kvöld. KR mætir Tindastóli í úrslitaleik á morgun. Það er samt margt í lið Hauka spunnið og það á eflaust eftir að styrkjast til muna þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Francis byrjar að spila. Það var Brynjar Þór Björnsson sem gaf tóninn fyrir KR í fyrsta leikhluta. Hann skoraði tíu stig í leikhlutanum og leikmenn Hauka réðu lítið við hann og Michael Craion sem röðuðu niður stigum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 17-27 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn upp í 16 stig, 42-58. Brynjar var stigahæstur KR-inga í hálfleik með 15 stig, en Craion kom næstur með 13 stig. Emil Barja átti fína spretti í Haukaliðinu, þótt hann hefði tapað of mörgum boltum. Haukarnir komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og sýndu að þeir ætluðu ekki að leyfa KR-ingum að valta yfir sig. Hafnfirðingar gáfust ekki upp og um miðjan þriðja leikhluta tóku þeir á mikinn sprett. Þriggja stiga nýtingin, sem var ekki til útflutnings í fyrri hálfleik, rauk upp og vörnin þéttist. Það gekk nánast allt upp hjá Haukum á þessum tíma og þeir náðu að minnka muninn niður í tvö stig. KR-ingar enduðu þriðja leikhluta þó ágætlega og leiddu með sjö stigum, 66-73, þegar lokaleikhlutinn hófst. KR gerði svo út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta þar sem þeir sýndu styrk sinn. KR skoraði níu fyrstu stig leikhlutans og jók muninn í 16 stig, 66-82. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Að lokum skildu tíu stig liðin að. Lokatölur 83-93, KR í vil. Brynjar var stigahæstur í liði KR með 21 stig, en Craion kom næstur með 19 stig. Finnur Atli Magnússon átti frábæra innkomu af bekknum en hann skilaði 15 stigum og átta fráköstum. Þá var Pavel Ermolinskij með fimm stig, 11 fráköst og fjórar stoðsendingar. Hörður Helgi Hreiðarsson átti einnig fína innkomu í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta stig. Kári Jónsson stóð upp úr liði Hauka, en þessi 19 ára strákur skoraði 17 stig. Emil stóð fyrir sínu með 18 stig, 12 fráköst og sjö stoðsendingar. Hann tapaði hins vegar átta boltum í leiknum. Helgi Björn Einarsson (15-5), Kristinn Marinósson (11-5) og Hjálmar Stefánsson (8-7) áttu einnig ágætis leik í liði Hauka.Haukar-KR 83-93 (17-27, 25-31, 24-15, 17-20)Haukar: Emil Barja 18/12 fráköst/7 stoðsendingar, Kári Jónsson 17, Helgi Björn Einarsson 15/5 fráköst, Kristinn Marinósson 11/5 fráköst, Haukur Óskarsson 10/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8/7 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 2/6 fráköst, Ívar Barja 0, Brynjar Ólafsson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.KR: Brynjar Þór Björnsson 21, Michael Craion 19/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15/8 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 9/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 8, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/11 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ragnar Jósef Ragnarsson 0, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Georg AndersenBrynjar: Gíruðum okkur aðeins of mikið niður í hálfleik Brynjar Þór Björnsson, stigahæsti leikmaður KR, var að vonum sáttur með sigurinn á Haukum og farseðilinn í úrslitaleikinn þar sem KR-ingar mæta Tindastóli. „Við gíruðum okkur aðeins of mikið niður í hálfleik. Við vorum á flottu róli í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var frábær sem og varnarleikurinn og tempóið var gott. „Ég veit ekki hvort hugurinn hafi verið kominn í úrslitaleikinn á morgun, en við slökuðum of mikið á í seinni hálfleik og þurftum að hafa talsvert fyrir þessu. „En heilt yfir fannst mér þetta öruggt,“ sagði Brynjar sem er í aðeins öðruvísi hlutverki í ár en í fyrra þegar hann var fyrsti maður inn af bekknum. Hann segist hafa nýtt sumarið vel til æfinga. „Þetta er annað hlutverk. Ég þurfti að taka á því í sumar, lyfta og koma mér í betra form til að komast aftur í byrjunarliðið. Mér leið vel í fyrri hálfleik, en svo kom smá þreyta í seinni hálfleik og hugurinn fór aðeins á flug.“ Brynjar segir að Tindastóll sé verðugur andstæðingur. „Þeir litu mjög vel út á móti Fjölni og þetta verður hörkuleikur. Þeir eru með tvo frábæra íslenska Kana, einn góðan Kana, kempurnar Helga Viggós og Helga Frey og efnilega stráka. Þeir eiga eftir að vera góðir í vetur og ég spái þeim í topp fjóra,“ sagði Brynjar um mótherja morgundagsins.Leik lokið | 83-93 | Tíu stiga sigur KR staðreynd.40. mín | 79-92 | Þetta er að fjara út. KR leiðir með 13 stigum. Finnur Freyr Stefánsson er byrjaður að tæma bekkinn.38. mín | 79-92 | Brynjar setur niður vítaskot. Hann er kominn með 21 stig.36. mín | 76-89 | Brynjar skorar eftir glæsilega sendingu Helga.35. mín | 70-87 | 17 stiga munur. Finnur hefur skilað frábæru framlagi af bekknum, en hann er kominn með 15 stig og átta fráköst.33. mín | 66-82 | KR er aftur komið í bílstjórasætið. Haukar hafa ekki enn skorað í fjórða leikhluta, á meðan KR-ingar hafa skorað níu stig.31. mín | 66-76 | Haukar skilja Helga Má Magnússon einan fyrir utan þriggja stiga línuna og hann refsar fyrir svoleiðis mistök. Svoleiðis er það bara. Þriðja leikhluta lokið | 66-73 | Lokaskot Kára geigar og KR-ingar fara sjö stigum yfir inn í fjórða leikhluta. Kári er stigahæstur Hauka með 17 stig, en Emil kemur næstur með 15 stig. Brynjar er enn stigahæstur hjá KR, en hann skoraði aðeins eitt stig í þriðja leikhluta. Craion var álíka atkvæðalítill með tvö stig.29. mín | 66-70 | Björn Kristjánsson tekur sóknarfrákast og skorar í kjölfarið. KR þurfti á þessu að halda.28. mín | 64-66 | Hjálmar Stefánsson setur niður tvö vítaskot og ver svo skot frá Craion.27. mín | 61-66 | Kári neglir niður þristi í hraðaupphlaupi og fiskar svo ruðning á Pavel. Fimm stiga munur.26. mín | 53-66 | Emil setur niður flottan þrist og minnkar muninn aftur niður í 13 stig.24. mín | 50-63 | Haukarnir eru að ná áttum og hafa minnkað muninn í 13 stig. Haukur setti sinn annan þrist niður, en þriggja stiga nýting Hauka er komin upp í 38%.22. mín | 44-63 | Darri setur sinn fyrsta þrist niður og eykur muninn í 19 stig.Hálfleikur | 42-58 | Helgi Björn og Emil eru stigahæstir Hauka með níu stig hvor. Sá síðarnefndi er einnig búinn að taka sjö fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Emil hefur hins vegar tapað fimm boltum. Kári og Kristinn eru komnir með átta stig hvor.Hálfleikur | 42-58 | Brynjar er stigahæstur í liði KR (og á vellinum) með 15 stig. Craion kemur næstur með 13 stig. Finnur Atli og Hörður Helgi hafa skorað átta stig og Pavel er kominn með fimm stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar.Fyrri hálfleik lokið | 42-58 | Haukur Óskarsson lokar fyrri hálfleiknum með fallegum þrist. Þetta voru hans fyrstu stig. 19. mín | 36-55 | Emil setur niður tvö víti. Hann er kominn með 9-6-3 línu.17. mín | 33-53 | Leikhlé. Frákastabaráttan er jöfn, en Haukarnir hafa tapað níu boltum á móti þremur hjá KR. Þriggja stiga nýting Vesturbæinga er líka mun betri, 50% gegn 29%.17. mín | 33-53 | Finnur heldur áfram að skila boltanum ofan í körfuna. Hann er kominn með sex stig.15. mín |29-44 | Munurinn heldur áfram að aukast. Hörður Helgi Hreiðarsson átti frábæra innkomu hjá KR og skoraði átta stig.12. mín | 22-34 | Kári Jónsson skorar sín fyrstu stig. Hann er aðeins 17 ára.Fyrsta leikhluta lokið | 17-27 | KR-ingar leiða með tíu stigum. Þeir hafa, eins og staðan bendir til, verið sterkari aðilinn. Brynjar er þeirra stigahæstur með 10 stig, en Craion kemur næstur með átta. Pavel er kominn með þrjú stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar. Fastir liðir eins og venjulega. Kristinn er stigahæstur hjá Haukum með átta stig.9. mín | 15-25 | Finnur, sem er nýkominn inn á, skorar sín fyrstu stig. Emil Barja setti áðan niður sinn fyrsta þrist.8. mín | 12-23 | Brynjar er búinn að spila glimrandi vel í fyrsta leikhluta. Hann er kominn með 10 stig.6. mín | 5-16 | Craion stelur boltanum og treður svo með tilþrifum.5. mín | 5-11 | Helgi Björn Einarsson skoraði fyrstu stig Hauka og Kristinn Marinósson setti svo niður þrist.4. mín 0-8 | Leikhlé hjá Haukum. Ekki veitir af. Þeir eru ekki enn komnir á blað. Brynjar (2), Craion (4) og Pavel (2) hafa séð um stigaskorunina hjá KR.3. mín | 0-6 | Brynjar Þór á línunni. Þess má geta að Alex Francis, Kani þeirra Hauka, er ekki með í kvöld.2. mín | 0-6 | KR-ingar byrja betur. Pavel (2) og Michael Craion (4) komnir á blað.Fyrir leik: Jæja, þá er það seinni leikurinn. KR gegn Haukum.Fyrir leik: Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikarsins með öruggum sigri á Fjölni í Ásgarði í kvöld.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Hauka og KR. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Íslandsmeistarar KR reyndust númeri of stórir fyrir Hauka í seinni leik undanúrslita Lengjubikars karla í Ásgarði í kvöld. Lið KR var of reynt, of klókt og að lokum of gott fyrir Hafnfirðinga í kvöld. KR mætir Tindastóli í úrslitaleik á morgun. Það er samt margt í lið Hauka spunnið og það á eflaust eftir að styrkjast til muna þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Francis byrjar að spila. Það var Brynjar Þór Björnsson sem gaf tóninn fyrir KR í fyrsta leikhluta. Hann skoraði tíu stig í leikhlutanum og leikmenn Hauka réðu lítið við hann og Michael Craion sem röðuðu niður stigum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 17-27 og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn upp í 16 stig, 42-58. Brynjar var stigahæstur KR-inga í hálfleik með 15 stig, en Craion kom næstur með 13 stig. Emil Barja átti fína spretti í Haukaliðinu, þótt hann hefði tapað of mörgum boltum. Haukarnir komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og sýndu að þeir ætluðu ekki að leyfa KR-ingum að valta yfir sig. Hafnfirðingar gáfust ekki upp og um miðjan þriðja leikhluta tóku þeir á mikinn sprett. Þriggja stiga nýtingin, sem var ekki til útflutnings í fyrri hálfleik, rauk upp og vörnin þéttist. Það gekk nánast allt upp hjá Haukum á þessum tíma og þeir náðu að minnka muninn niður í tvö stig. KR-ingar enduðu þriðja leikhluta þó ágætlega og leiddu með sjö stigum, 66-73, þegar lokaleikhlutinn hófst. KR gerði svo út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta þar sem þeir sýndu styrk sinn. KR skoraði níu fyrstu stig leikhlutans og jók muninn í 16 stig, 66-82. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Að lokum skildu tíu stig liðin að. Lokatölur 83-93, KR í vil. Brynjar var stigahæstur í liði KR með 21 stig, en Craion kom næstur með 19 stig. Finnur Atli Magnússon átti frábæra innkomu af bekknum en hann skilaði 15 stigum og átta fráköstum. Þá var Pavel Ermolinskij með fimm stig, 11 fráköst og fjórar stoðsendingar. Hörður Helgi Hreiðarsson átti einnig fína innkomu í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta stig. Kári Jónsson stóð upp úr liði Hauka, en þessi 19 ára strákur skoraði 17 stig. Emil stóð fyrir sínu með 18 stig, 12 fráköst og sjö stoðsendingar. Hann tapaði hins vegar átta boltum í leiknum. Helgi Björn Einarsson (15-5), Kristinn Marinósson (11-5) og Hjálmar Stefánsson (8-7) áttu einnig ágætis leik í liði Hauka.Haukar-KR 83-93 (17-27, 25-31, 24-15, 17-20)Haukar: Emil Barja 18/12 fráköst/7 stoðsendingar, Kári Jónsson 17, Helgi Björn Einarsson 15/5 fráköst, Kristinn Marinósson 11/5 fráköst, Haukur Óskarsson 10/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8/7 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 2/6 fráköst, Ívar Barja 0, Brynjar Ólafsson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.KR: Brynjar Þór Björnsson 21, Michael Craion 19/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15/8 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 9/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 8, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/11 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ragnar Jósef Ragnarsson 0, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 0.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Georg AndersenBrynjar: Gíruðum okkur aðeins of mikið niður í hálfleik Brynjar Þór Björnsson, stigahæsti leikmaður KR, var að vonum sáttur með sigurinn á Haukum og farseðilinn í úrslitaleikinn þar sem KR-ingar mæta Tindastóli. „Við gíruðum okkur aðeins of mikið niður í hálfleik. Við vorum á flottu róli í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var frábær sem og varnarleikurinn og tempóið var gott. „Ég veit ekki hvort hugurinn hafi verið kominn í úrslitaleikinn á morgun, en við slökuðum of mikið á í seinni hálfleik og þurftum að hafa talsvert fyrir þessu. „En heilt yfir fannst mér þetta öruggt,“ sagði Brynjar sem er í aðeins öðruvísi hlutverki í ár en í fyrra þegar hann var fyrsti maður inn af bekknum. Hann segist hafa nýtt sumarið vel til æfinga. „Þetta er annað hlutverk. Ég þurfti að taka á því í sumar, lyfta og koma mér í betra form til að komast aftur í byrjunarliðið. Mér leið vel í fyrri hálfleik, en svo kom smá þreyta í seinni hálfleik og hugurinn fór aðeins á flug.“ Brynjar segir að Tindastóll sé verðugur andstæðingur. „Þeir litu mjög vel út á móti Fjölni og þetta verður hörkuleikur. Þeir eru með tvo frábæra íslenska Kana, einn góðan Kana, kempurnar Helga Viggós og Helga Frey og efnilega stráka. Þeir eiga eftir að vera góðir í vetur og ég spái þeim í topp fjóra,“ sagði Brynjar um mótherja morgundagsins.Leik lokið | 83-93 | Tíu stiga sigur KR staðreynd.40. mín | 79-92 | Þetta er að fjara út. KR leiðir með 13 stigum. Finnur Freyr Stefánsson er byrjaður að tæma bekkinn.38. mín | 79-92 | Brynjar setur niður vítaskot. Hann er kominn með 21 stig.36. mín | 76-89 | Brynjar skorar eftir glæsilega sendingu Helga.35. mín | 70-87 | 17 stiga munur. Finnur hefur skilað frábæru framlagi af bekknum, en hann er kominn með 15 stig og átta fráköst.33. mín | 66-82 | KR er aftur komið í bílstjórasætið. Haukar hafa ekki enn skorað í fjórða leikhluta, á meðan KR-ingar hafa skorað níu stig.31. mín | 66-76 | Haukar skilja Helga Má Magnússon einan fyrir utan þriggja stiga línuna og hann refsar fyrir svoleiðis mistök. Svoleiðis er það bara. Þriðja leikhluta lokið | 66-73 | Lokaskot Kára geigar og KR-ingar fara sjö stigum yfir inn í fjórða leikhluta. Kári er stigahæstur Hauka með 17 stig, en Emil kemur næstur með 15 stig. Brynjar er enn stigahæstur hjá KR, en hann skoraði aðeins eitt stig í þriðja leikhluta. Craion var álíka atkvæðalítill með tvö stig.29. mín | 66-70 | Björn Kristjánsson tekur sóknarfrákast og skorar í kjölfarið. KR þurfti á þessu að halda.28. mín | 64-66 | Hjálmar Stefánsson setur niður tvö vítaskot og ver svo skot frá Craion.27. mín | 61-66 | Kári neglir niður þristi í hraðaupphlaupi og fiskar svo ruðning á Pavel. Fimm stiga munur.26. mín | 53-66 | Emil setur niður flottan þrist og minnkar muninn aftur niður í 13 stig.24. mín | 50-63 | Haukarnir eru að ná áttum og hafa minnkað muninn í 13 stig. Haukur setti sinn annan þrist niður, en þriggja stiga nýting Hauka er komin upp í 38%.22. mín | 44-63 | Darri setur sinn fyrsta þrist niður og eykur muninn í 19 stig.Hálfleikur | 42-58 | Helgi Björn og Emil eru stigahæstir Hauka með níu stig hvor. Sá síðarnefndi er einnig búinn að taka sjö fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Emil hefur hins vegar tapað fimm boltum. Kári og Kristinn eru komnir með átta stig hvor.Hálfleikur | 42-58 | Brynjar er stigahæstur í liði KR (og á vellinum) með 15 stig. Craion kemur næstur með 13 stig. Finnur Atli og Hörður Helgi hafa skorað átta stig og Pavel er kominn með fimm stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar.Fyrri hálfleik lokið | 42-58 | Haukur Óskarsson lokar fyrri hálfleiknum með fallegum þrist. Þetta voru hans fyrstu stig. 19. mín | 36-55 | Emil setur niður tvö víti. Hann er kominn með 9-6-3 línu.17. mín | 33-53 | Leikhlé. Frákastabaráttan er jöfn, en Haukarnir hafa tapað níu boltum á móti þremur hjá KR. Þriggja stiga nýting Vesturbæinga er líka mun betri, 50% gegn 29%.17. mín | 33-53 | Finnur heldur áfram að skila boltanum ofan í körfuna. Hann er kominn með sex stig.15. mín |29-44 | Munurinn heldur áfram að aukast. Hörður Helgi Hreiðarsson átti frábæra innkomu hjá KR og skoraði átta stig.12. mín | 22-34 | Kári Jónsson skorar sín fyrstu stig. Hann er aðeins 17 ára.Fyrsta leikhluta lokið | 17-27 | KR-ingar leiða með tíu stigum. Þeir hafa, eins og staðan bendir til, verið sterkari aðilinn. Brynjar er þeirra stigahæstur með 10 stig, en Craion kemur næstur með átta. Pavel er kominn með þrjú stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar. Fastir liðir eins og venjulega. Kristinn er stigahæstur hjá Haukum með átta stig.9. mín | 15-25 | Finnur, sem er nýkominn inn á, skorar sín fyrstu stig. Emil Barja setti áðan niður sinn fyrsta þrist.8. mín | 12-23 | Brynjar er búinn að spila glimrandi vel í fyrsta leikhluta. Hann er kominn með 10 stig.6. mín | 5-16 | Craion stelur boltanum og treður svo með tilþrifum.5. mín | 5-11 | Helgi Björn Einarsson skoraði fyrstu stig Hauka og Kristinn Marinósson setti svo niður þrist.4. mín 0-8 | Leikhlé hjá Haukum. Ekki veitir af. Þeir eru ekki enn komnir á blað. Brynjar (2), Craion (4) og Pavel (2) hafa séð um stigaskorunina hjá KR.3. mín | 0-6 | Brynjar Þór á línunni. Þess má geta að Alex Francis, Kani þeirra Hauka, er ekki með í kvöld.2. mín | 0-6 | KR-ingar byrja betur. Pavel (2) og Michael Craion (4) komnir á blað.Fyrir leik: Jæja, þá er það seinni leikurinn. KR gegn Haukum.Fyrir leik: Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikarsins með öruggum sigri á Fjölni í Ásgarði í kvöld.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Hauka og KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira