Umfjöllun og viðtal: Tindastóll-KR 75-83 | Íslandsmeistararnir reyndust sterkari Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 27. september 2014 00:01 Stólarnir taka á KR-ingum í úrslitunum vísir/stefán Íslandsmeistarar KR unnu Tindastól með átta stigum, 75-83, í úrslitaleik Lengjubikarsins í Ásgarði í dag. KR tók völdin strax í upphafi leiks. Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion voru beittir í sóknarleik Vesturbæinga og vörn Tindastóls hélt hvorki vatni né vindum. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 17-26, KR í vil. Darrel Lewis var sá eini sem var með meðvitund í sóknarleik Stólanna í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði níu stig. Myron Dempsey var ágætur í öðrum leikhluta, en aðrir voru ekki með í fyrri hálfleik. Íslandsmeistarnir héldu áfram að bæta við forskotið og þegar fyrri hálfleikur var allur var munurinn orðinn 15 stig, 26-41. Vörn KR var mjög sterk, en til marks um það skoraði Tindastóll aðeins níu stig í öðrum leikhluta. Það kom ekki að sök að KR-ingar hittu ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik - slíkt var hreðjatak þeirra á leiknum. Tveggja stiga nýting Vesturbæjarliðsins var hins vegar frábær, eða 76,2%. Brynjar var stigahæstur KR-inga í hálfleik með 14 stig, en Craion kom næstur með 11 stig og sex fráköst. Lewis og Dempsey voru báðir með 11 stig hjá Tindastóli. Stólarnir bættu heldur betur í í þriðja leikhluta, sérstaklega seinni hluta hans. Líkt og í leiknum gegn Haukum slökuðu KR-ingar á í þriðja leikhluta og Norðanmenn fóru að saxa á forskotið. Fleiri leikmenn fundu taktinn í sóknarleiknum og þriggja stiga skotin fóru niður hvert á fætur öðru. Tindastóll náði að minnka muninn í þrjú stig, 50-53, eftir ótrúlega þriggja stiga körfu Ingva Rafns Ingvarssonar. Helgi Már Magnússon stoppaði þó blæðinguna með þristi í næstu sókn. Staðan var 52-58 þegar liðin héldu inn í lokaleikhlutann. Þar byrjuðu KR-ingar vel og líkt og í fyrri hálfleik voru það Brynjar og Craion sem reyndust Stólunum erfiðir. Dempsey náði sér engan veginn á strik í seinni hálfleik; skoraði ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta og réði ekkert við Craion undir körfunni. KR náði aftur þægilegu forskoti og þrátt fyrir ágætis viðleitni hjá Tindastólsmönnum sigldu Vesturbæingar sigrinum heim. Lokatölur 75-83, KR í vil. Brynjar og Craion voru stigahæstir í liði KR með 23 stig hvor. Sá síðarnefndi tók einnig 13 fráköst. Pavel Ermolinskij átti einnig flottan leik með 13 stig, 11 fráköst og níu stoðsendingar. Venjulegur dagur á skrifstofunni hjá þessum frábæra leikmanni. Lewis skoraði mest í liði Tindastóls, eða 23 stig. Hann tók einnig átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dempsey kom næstur með 21 stig og 11 fráköst. Þá skoraði Pétur Magnús Birgisson 13 stig.Tindastóll-KR 75-83 (17-26, 9-15, 26-17, 23-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/8 fráköst/6 stoðsendingar, Myron Dempsey 21/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 13/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Darrell Flake 2, Viðar Ágústsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0.KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Michael Craion 23/13 fráköst, Pavel Ermolinskij 13/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 8, Finnur Atli Magnússon 6/6 fráköst, Björn Kristjánsson 1/8 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ragnar Jósef Ragnarsson 0, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 0, Hörður Helgi Hreiðarsson 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Kristinn Óskarsson, Jón BenderFinnur: Engin ástæða til að toppa í september Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, segir að sínir menn eigi mikið inni, þrátt fyrir sigur úrslitaleik Lengjubikarsins gegn Tindastóli í Ásgarði í dag. „Þetta er svona undirbúningstitill. Liðin eru ekki öll komin í gang, en það er alltaf gaman að vinna bikar. „Við byrjuðum vel, en slökuðum of mikið á eins og í gær. Við erum ekki alveg tilbúnir eða komnir í stand. Við getum spilað af okkar krafti í nokkrar mínútur, en eftir það erum við langt frá þeim stað sem við vijum vera á. „Hugurinn tók okkur lengra núna en getan. Þreyta og pirringur gerði vart við sig eins og í síðasta leik (gegn Haukum í gær), en þegar við spiluðum á fullum krafti fannst mér við mikið, mikið betri,“ sagði Finnur sem hefur engar áhyggjur af því hversu mikið KR gaf eftir í þriðja leikhluta, bæði í dag og í gær. „Nei, þetta eru reynsluboltar. Ég er bara búinn að setja inn þriðjunginn af sóknarleiknum og helminginn af varnarleiknum. Við erum rétt að byrja eins og flest liðin. „Þetta er þolinmæðisvinna, en þetta kemur allt saman. Það er engin ástæða til að toppa í september. Við viljum bæta okkur á tímabilinu og toppa í úrslitakeppninni.“ Finnur segir að stefnan hjá KR sé sett á alla titla sem í boði eru. „Að sjálfsögðu. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og ef það tekst vinnum við vonandi marga bikara. En núna erum við bara að hugsa um að bæta okkur og spila betur í 40 mínútur en við höfum verið að gera.“Leik lokið | 75-83 | Átta stiga sigur KR staðreynd. Íslandsmeistarnir vinna sanngjarnan sigur, en Tindastólsmenn náðu fínu áhlaupi í seinni hálfleik.38. mín | 69-77 | Darri fær sína fimmtu villu. Hann lýkur leik með níu stig og fimm fráköst.36. mín | 62-72 | KR-ingar eru kærulausir þessa stundina, eru að tapa boltanum og gera kjánaleg mistök.35. mín | 56-70 | Dempsey er alveg týndur hér í seinni hálfleik. Hann er ekki kominn með stig og ræður ekkert við Craion undir körfunni.34. mín | 56-70 | Finnur Atli Magnússon tekur sóknarfrákast og leggur boltann ofan í. Munurinn er orðinn 14 stig. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé.32. mín | 54-66 | Tveir þristar frá Brynjari í röð. Hann var rólegur í þriðja leikhluta, en það má aldrei líta af honum fyrir utan þriggja stiga línuna.Þriðja leikhluta lokið | 52-58 | Flottur þriðji leikhluta hjá Tindastóli gerir það að verkum að munurinn er aðeins sex stig. Fleiri leikmenn stigu upp í sóknarleiknum og vörnin hertist. Það er allt opið fyrir fjórða leikhluta.29. mín | 50-56 | Ingvi Ragn Ingvarsson setur ótrúlegan þrist niður á öðrum fæti, en Helgi Már Magnússon svarar með öðrum slíkum.28. mín | 47-53 | Hannes Ingi Másson setur niður þrist og Helgi Rafn Viggósson skorar svo eftir hraðaupphlaup. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé. Hann er ekki sáttur með sína menn.27. mín | 42-52 | Pétur neglir niður öðrum þristi og minnkar muninn í tíu stig. Bæði lið eru komin í bónus.26. mín | 38-47 | Pétur Rúnar Birgisson setur niður þriggja skot. Þriðji þristur Tindastóls í leiknum.24. mín | 33-47 | Leikhlé. 14 stiga munur. KR er með fín tök á leiknum.22. mín | 31-46 | Craion setur annað af tveimur vítaskotum niður. Munurinn áfram 15 stig.Fyrri hálfleik lokið | 26-41 | Íslandsmeistararnir leiða með 15 stigum. Þeir eru með fulla stjórn á þessum leik og Stólarnir komast lítt áleiðis. Brynjar er stigahæstur KR-inga með 14 stig, en Craion kemur næstur með 11. Darri er kominn með sjö stig og Pavel er samur við sig með 4-7-5 línu. Lewis er kominn með 11 stig fyrir Tindastól sem og Dempsey.20. mín | 24-41 | Sóknarleikur Stólanna er rosalega bitlítill þessa stundina. KR-vörnin er að sama skapi mjög sterk.18. mín | 24-38 | Darri skorar eftir hraðaupphlaup. Stólarnir tapa boltanum í gríð og erg.17. mín | 24-34 | KR-ingar halda Stólunum í þægilegri fjarlægð þótt þriggja stiga skotin hjá þeim séu ekki að ganga.16. mín | 24-31 | Lewis minnkar muninn aftur niður í sjö stig. Hann er kominn með 11 stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar.13. mín | 22-29 | Dempsey skilar boltanum ofan í. Liðin hafa aðeins skorað eina þriggja stiga körfu í leiknum. Hana gerði Lewis í fyrsta leikhluta.12. mín | 17-29 | Brynjar fær fría flugbraut upp að körfunni, skorar og fær víti að auki. Hann setur það að sjálfsögðu niður.Fyrsta leikhluta lokið | 17-26 | Pavel Ermolinskij klárar fyrsta leikhluta með því að keyra upp að körfunni og koma KR níu stigum yfir. Frábærlega gert, en varnarleikurinn hjá Stólunum var ekki góður. Craion er stigahæstur hjá KR með níu stig, en Brynjar kemur næstur með sjö stig. Lewis er kominn með níu stig hjá Tindastóli.9. mín | 13-24 | Dempsey ver skot frá Darra. Þetta gæti kveikt í Stólunum sem eru hálf meðvitundarlitlir hér í byrjun leiks.8. mín | 13-20 | Lewis með þrist, en Finnur setur niður stökkskot í næstu sókn.7. mín | 8-20 | Myron Dempsey skorar sín fyrstu stig, en Darri svarar með körfu.6. mín | 4-14 | Craion með körfu góða og setur vítið svo niður. Varnarleikur Tindastóls er ekki til staðar það sem af er leiks.5. mín | 4-11 | Stólarnir taka leikhlé. KR hefur byrjað mun betur, þó enginn jafn vel og Brynjar Þór Björnsson sem er kominn með sjö stig. KR-ingum gengur vel að finna opin skot.4. mín | 4-9 | Michael Craion með flotta hreyfingu og leggur boltann ofan í körfuna.3. mín | 4-7 | Brynjar skorar körfu góða og setur vítaskotið niður að auki.1. mín | 2-2 | Darrel Lewis skorar fyrstu stig leiksins, en Darri og Brynjar svara með tveimur körfum.Fyrir leik: Jæja, þá er komið að seinni úrslitaleiknum hér í Ásgarði. Tindastóll gegn KR. Leiklýsing: Tindastóll - KR Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Íslandsmeistarar KR unnu Tindastól með átta stigum, 75-83, í úrslitaleik Lengjubikarsins í Ásgarði í dag. KR tók völdin strax í upphafi leiks. Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion voru beittir í sóknarleik Vesturbæinga og vörn Tindastóls hélt hvorki vatni né vindum. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 17-26, KR í vil. Darrel Lewis var sá eini sem var með meðvitund í sóknarleik Stólanna í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði níu stig. Myron Dempsey var ágætur í öðrum leikhluta, en aðrir voru ekki með í fyrri hálfleik. Íslandsmeistarnir héldu áfram að bæta við forskotið og þegar fyrri hálfleikur var allur var munurinn orðinn 15 stig, 26-41. Vörn KR var mjög sterk, en til marks um það skoraði Tindastóll aðeins níu stig í öðrum leikhluta. Það kom ekki að sök að KR-ingar hittu ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik - slíkt var hreðjatak þeirra á leiknum. Tveggja stiga nýting Vesturbæjarliðsins var hins vegar frábær, eða 76,2%. Brynjar var stigahæstur KR-inga í hálfleik með 14 stig, en Craion kom næstur með 11 stig og sex fráköst. Lewis og Dempsey voru báðir með 11 stig hjá Tindastóli. Stólarnir bættu heldur betur í í þriðja leikhluta, sérstaklega seinni hluta hans. Líkt og í leiknum gegn Haukum slökuðu KR-ingar á í þriðja leikhluta og Norðanmenn fóru að saxa á forskotið. Fleiri leikmenn fundu taktinn í sóknarleiknum og þriggja stiga skotin fóru niður hvert á fætur öðru. Tindastóll náði að minnka muninn í þrjú stig, 50-53, eftir ótrúlega þriggja stiga körfu Ingva Rafns Ingvarssonar. Helgi Már Magnússon stoppaði þó blæðinguna með þristi í næstu sókn. Staðan var 52-58 þegar liðin héldu inn í lokaleikhlutann. Þar byrjuðu KR-ingar vel og líkt og í fyrri hálfleik voru það Brynjar og Craion sem reyndust Stólunum erfiðir. Dempsey náði sér engan veginn á strik í seinni hálfleik; skoraði ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta og réði ekkert við Craion undir körfunni. KR náði aftur þægilegu forskoti og þrátt fyrir ágætis viðleitni hjá Tindastólsmönnum sigldu Vesturbæingar sigrinum heim. Lokatölur 75-83, KR í vil. Brynjar og Craion voru stigahæstir í liði KR með 23 stig hvor. Sá síðarnefndi tók einnig 13 fráköst. Pavel Ermolinskij átti einnig flottan leik með 13 stig, 11 fráköst og níu stoðsendingar. Venjulegur dagur á skrifstofunni hjá þessum frábæra leikmanni. Lewis skoraði mest í liði Tindastóls, eða 23 stig. Hann tók einnig átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dempsey kom næstur með 21 stig og 11 fráköst. Þá skoraði Pétur Magnús Birgisson 13 stig.Tindastóll-KR 75-83 (17-26, 9-15, 26-17, 23-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/8 fráköst/6 stoðsendingar, Myron Dempsey 21/11 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 13/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 7/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Darrell Flake 2, Viðar Ágústsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Friðrik Hrafn Jóhannsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0.KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Michael Craion 23/13 fráköst, Pavel Ermolinskij 13/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 8, Finnur Atli Magnússon 6/6 fráköst, Björn Kristjánsson 1/8 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ragnar Jósef Ragnarsson 0, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 0, Hörður Helgi Hreiðarsson 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Kristinn Óskarsson, Jón BenderFinnur: Engin ástæða til að toppa í september Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, segir að sínir menn eigi mikið inni, þrátt fyrir sigur úrslitaleik Lengjubikarsins gegn Tindastóli í Ásgarði í dag. „Þetta er svona undirbúningstitill. Liðin eru ekki öll komin í gang, en það er alltaf gaman að vinna bikar. „Við byrjuðum vel, en slökuðum of mikið á eins og í gær. Við erum ekki alveg tilbúnir eða komnir í stand. Við getum spilað af okkar krafti í nokkrar mínútur, en eftir það erum við langt frá þeim stað sem við vijum vera á. „Hugurinn tók okkur lengra núna en getan. Þreyta og pirringur gerði vart við sig eins og í síðasta leik (gegn Haukum í gær), en þegar við spiluðum á fullum krafti fannst mér við mikið, mikið betri,“ sagði Finnur sem hefur engar áhyggjur af því hversu mikið KR gaf eftir í þriðja leikhluta, bæði í dag og í gær. „Nei, þetta eru reynsluboltar. Ég er bara búinn að setja inn þriðjunginn af sóknarleiknum og helminginn af varnarleiknum. Við erum rétt að byrja eins og flest liðin. „Þetta er þolinmæðisvinna, en þetta kemur allt saman. Það er engin ástæða til að toppa í september. Við viljum bæta okkur á tímabilinu og toppa í úrslitakeppninni.“ Finnur segir að stefnan hjá KR sé sett á alla titla sem í boði eru. „Að sjálfsögðu. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og ef það tekst vinnum við vonandi marga bikara. En núna erum við bara að hugsa um að bæta okkur og spila betur í 40 mínútur en við höfum verið að gera.“Leik lokið | 75-83 | Átta stiga sigur KR staðreynd. Íslandsmeistarnir vinna sanngjarnan sigur, en Tindastólsmenn náðu fínu áhlaupi í seinni hálfleik.38. mín | 69-77 | Darri fær sína fimmtu villu. Hann lýkur leik með níu stig og fimm fráköst.36. mín | 62-72 | KR-ingar eru kærulausir þessa stundina, eru að tapa boltanum og gera kjánaleg mistök.35. mín | 56-70 | Dempsey er alveg týndur hér í seinni hálfleik. Hann er ekki kominn með stig og ræður ekkert við Craion undir körfunni.34. mín | 56-70 | Finnur Atli Magnússon tekur sóknarfrákast og leggur boltann ofan í. Munurinn er orðinn 14 stig. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé.32. mín | 54-66 | Tveir þristar frá Brynjari í röð. Hann var rólegur í þriðja leikhluta, en það má aldrei líta af honum fyrir utan þriggja stiga línuna.Þriðja leikhluta lokið | 52-58 | Flottur þriðji leikhluta hjá Tindastóli gerir það að verkum að munurinn er aðeins sex stig. Fleiri leikmenn stigu upp í sóknarleiknum og vörnin hertist. Það er allt opið fyrir fjórða leikhluta.29. mín | 50-56 | Ingvi Ragn Ingvarsson setur ótrúlegan þrist niður á öðrum fæti, en Helgi Már Magnússon svarar með öðrum slíkum.28. mín | 47-53 | Hannes Ingi Másson setur niður þrist og Helgi Rafn Viggósson skorar svo eftir hraðaupphlaup. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé. Hann er ekki sáttur með sína menn.27. mín | 42-52 | Pétur neglir niður öðrum þristi og minnkar muninn í tíu stig. Bæði lið eru komin í bónus.26. mín | 38-47 | Pétur Rúnar Birgisson setur niður þriggja skot. Þriðji þristur Tindastóls í leiknum.24. mín | 33-47 | Leikhlé. 14 stiga munur. KR er með fín tök á leiknum.22. mín | 31-46 | Craion setur annað af tveimur vítaskotum niður. Munurinn áfram 15 stig.Fyrri hálfleik lokið | 26-41 | Íslandsmeistararnir leiða með 15 stigum. Þeir eru með fulla stjórn á þessum leik og Stólarnir komast lítt áleiðis. Brynjar er stigahæstur KR-inga með 14 stig, en Craion kemur næstur með 11. Darri er kominn með sjö stig og Pavel er samur við sig með 4-7-5 línu. Lewis er kominn með 11 stig fyrir Tindastól sem og Dempsey.20. mín | 24-41 | Sóknarleikur Stólanna er rosalega bitlítill þessa stundina. KR-vörnin er að sama skapi mjög sterk.18. mín | 24-38 | Darri skorar eftir hraðaupphlaup. Stólarnir tapa boltanum í gríð og erg.17. mín | 24-34 | KR-ingar halda Stólunum í þægilegri fjarlægð þótt þriggja stiga skotin hjá þeim séu ekki að ganga.16. mín | 24-31 | Lewis minnkar muninn aftur niður í sjö stig. Hann er kominn með 11 stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar.13. mín | 22-29 | Dempsey skilar boltanum ofan í. Liðin hafa aðeins skorað eina þriggja stiga körfu í leiknum. Hana gerði Lewis í fyrsta leikhluta.12. mín | 17-29 | Brynjar fær fría flugbraut upp að körfunni, skorar og fær víti að auki. Hann setur það að sjálfsögðu niður.Fyrsta leikhluta lokið | 17-26 | Pavel Ermolinskij klárar fyrsta leikhluta með því að keyra upp að körfunni og koma KR níu stigum yfir. Frábærlega gert, en varnarleikurinn hjá Stólunum var ekki góður. Craion er stigahæstur hjá KR með níu stig, en Brynjar kemur næstur með sjö stig. Lewis er kominn með níu stig hjá Tindastóli.9. mín | 13-24 | Dempsey ver skot frá Darra. Þetta gæti kveikt í Stólunum sem eru hálf meðvitundarlitlir hér í byrjun leiks.8. mín | 13-20 | Lewis með þrist, en Finnur setur niður stökkskot í næstu sókn.7. mín | 8-20 | Myron Dempsey skorar sín fyrstu stig, en Darri svarar með körfu.6. mín | 4-14 | Craion með körfu góða og setur vítið svo niður. Varnarleikur Tindastóls er ekki til staðar það sem af er leiks.5. mín | 4-11 | Stólarnir taka leikhlé. KR hefur byrjað mun betur, þó enginn jafn vel og Brynjar Þór Björnsson sem er kominn með sjö stig. KR-ingum gengur vel að finna opin skot.4. mín | 4-9 | Michael Craion með flotta hreyfingu og leggur boltann ofan í körfuna.3. mín | 4-7 | Brynjar skorar körfu góða og setur vítaskotið niður að auki.1. mín | 2-2 | Darrel Lewis skorar fyrstu stig leiksins, en Darri og Brynjar svara með tveimur körfum.Fyrir leik: Jæja, þá er komið að seinni úrslitaleiknum hér í Ásgarði. Tindastóll gegn KR. Leiklýsing: Tindastóll - KR
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira