Krafa um kredduleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 08:00 Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun