Husain Abdullah var þá refsað fyrir að leggjast á hnén og biðja eftir að hann skoraði snertimark og kom sínu liði í 41-7 í Mánudagsleiknum í NFL-deildinni.

Abdullah nýtti tækifærið og hyllti Allah eftir komuna í markið en hann lagði þá og hnén og fór með ennið að grasinu. Dómari leiksins var ekki sáttur við trúarjátningu Abdullah og henti gula flagginu. Abdullah fékk í kjölfarið 15 metra refsingu.
Bandarískir fjölmiðlamenn voru fljótir að benda á það að leikmenn hafa ekki fengið neina refsingu fyrir að fagna marki með því að reisa hendurnar í átt til skaparans.
Það er því hætt við því að NFL-dómarinn hafi opnað ormagryfju þegar kemur að því hvernig menn taka á ólíkum trúarbrögðum í NFL-deildinni.