Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2014 08:00 Úr leik KR og Grindavíkur í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Vísir/Ernir Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. KR er ríkjandi Íslandsmeistari eftir frábæran fyrsta vetur undir stjórn Finns Freys Stefánssonar. Liðið vann 30 af 33 leikjum sínum í deild og úrslitakeppni og slæmu fréttirnar fyrir hin liðin í deildinni er að KR-liðið gæti jafnvel verið í enn meiri sérflokki í ár. Martin Hermannsson, leikmaður ársins í fyrra, er reyndar farinn út í skóla en í staðinn horfa menn á að Brynjar Þór Björnsson skipti aftur úr öðrum gírnum og sýni hvað hann getur. Stærstu fréttirnar úr Vesturbænum eru þó þær að liðið er búið að fá til sín bandaríska miðherjann Michael Craion sem var kosinn besti erlendi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Miðherjastaðan var eina veika staða liðsins í fyrra en ekki lengur. KR var spáð yfirburðarsigri í spánni og Vesturbæjarliðið hefur allt til alls til að gera þetta hreinlega að 1+11 deildinni. Grindavík hefur misst lykilmann sem og Keflavík og Njarðvík en þau voru öll inn á topp fjögur í fyrra. Stjarnan tekur nú fyrstu skrefin eftir að Teitur Örlygsson hætti með liðið. Það eru því líka breytingar í Garðabænum. Haukar eru hins vegar lið sem líkt og KR hefur haldið flest öllum sínum lykilmönnum. Nýliðarnir komu skemmtilega inn í deildina í fyrra og nú eru ungu strákarnir ári eldri og reynslunni ríkari sem ætti að nýtast Hafnarfjarðarliðinu vel. Nýliðar Tindastóls tefla fram Darrel (Keith Lewis) og Darell (Flake) í viðbót við bandarískan leikmann en ætla að láta hinn stórefnilega Pétur Rúnar Birgisson bera ábyrgð á leikstjórnendastöðunni sem er nú jafnan á herðum erlendra atvinnumanna. Þetta er áhugaverð tilraun og margir hafa trú á henni því Stólunum er spáð 5. sæti. Nokkrar af ungu stjörnum Dominos-deildarinnar í fyrra hafa nú yfirgefið deildina en hvort ungir leikmenn haldi áfram að fá stór tækifæri í deildinni verður að koma í ljós. Sum félög, eins og Keflavík, hafa farið þá leið að kalla á eldri goðsagnir og það er vissulega spennandi að sjá Damon Johnson aftur á íslenskum fjölum þótt hann haldi upp á fertugsafmælið á tímabilinu. KR-ingar hafa vissulega allt til alls til að verja Íslandsmeistaratitilinn í vetur og það kæmi svo sem ekki mikið á óvart ef Vesturbæjarliðið yrði í sérflokki. Leikirnir vinnast sem betur fer á parkettinu og fyrsta skyndipróf KR-inga er í kvöld þegar Njarðvíkingar mæta í DHL-höllina með goðsagnirnar Friðrik Inga Rúnarsson og Teit Örlygsson við stjórnvölinn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fór um menn þegar hlunkurinn lenti Jón Hrafn Baldvinsson slapp við alvarleg meiðsli. 7. október 2014 10:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53 Brynjar: Erum klárir í slaginn KR og Keflavík var spáð sigri í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna í Domino's deildum karla og kvenna í körfubolta. 7. október 2014 19:38 KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu. 7. október 2014 11:24 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. KR er ríkjandi Íslandsmeistari eftir frábæran fyrsta vetur undir stjórn Finns Freys Stefánssonar. Liðið vann 30 af 33 leikjum sínum í deild og úrslitakeppni og slæmu fréttirnar fyrir hin liðin í deildinni er að KR-liðið gæti jafnvel verið í enn meiri sérflokki í ár. Martin Hermannsson, leikmaður ársins í fyrra, er reyndar farinn út í skóla en í staðinn horfa menn á að Brynjar Þór Björnsson skipti aftur úr öðrum gírnum og sýni hvað hann getur. Stærstu fréttirnar úr Vesturbænum eru þó þær að liðið er búið að fá til sín bandaríska miðherjann Michael Craion sem var kosinn besti erlendi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Miðherjastaðan var eina veika staða liðsins í fyrra en ekki lengur. KR var spáð yfirburðarsigri í spánni og Vesturbæjarliðið hefur allt til alls til að gera þetta hreinlega að 1+11 deildinni. Grindavík hefur misst lykilmann sem og Keflavík og Njarðvík en þau voru öll inn á topp fjögur í fyrra. Stjarnan tekur nú fyrstu skrefin eftir að Teitur Örlygsson hætti með liðið. Það eru því líka breytingar í Garðabænum. Haukar eru hins vegar lið sem líkt og KR hefur haldið flest öllum sínum lykilmönnum. Nýliðarnir komu skemmtilega inn í deildina í fyrra og nú eru ungu strákarnir ári eldri og reynslunni ríkari sem ætti að nýtast Hafnarfjarðarliðinu vel. Nýliðar Tindastóls tefla fram Darrel (Keith Lewis) og Darell (Flake) í viðbót við bandarískan leikmann en ætla að láta hinn stórefnilega Pétur Rúnar Birgisson bera ábyrgð á leikstjórnendastöðunni sem er nú jafnan á herðum erlendra atvinnumanna. Þetta er áhugaverð tilraun og margir hafa trú á henni því Stólunum er spáð 5. sæti. Nokkrar af ungu stjörnum Dominos-deildarinnar í fyrra hafa nú yfirgefið deildina en hvort ungir leikmenn haldi áfram að fá stór tækifæri í deildinni verður að koma í ljós. Sum félög, eins og Keflavík, hafa farið þá leið að kalla á eldri goðsagnir og það er vissulega spennandi að sjá Damon Johnson aftur á íslenskum fjölum þótt hann haldi upp á fertugsafmælið á tímabilinu. KR-ingar hafa vissulega allt til alls til að verja Íslandsmeistaratitilinn í vetur og það kæmi svo sem ekki mikið á óvart ef Vesturbæjarliðið yrði í sérflokki. Leikirnir vinnast sem betur fer á parkettinu og fyrsta skyndipróf KR-inga er í kvöld þegar Njarðvíkingar mæta í DHL-höllina með goðsagnirnar Friðrik Inga Rúnarsson og Teit Örlygsson við stjórnvölinn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fór um menn þegar hlunkurinn lenti Jón Hrafn Baldvinsson slapp við alvarleg meiðsli. 7. október 2014 10:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53 Brynjar: Erum klárir í slaginn KR og Keflavík var spáð sigri í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna í Domino's deildum karla og kvenna í körfubolta. 7. október 2014 19:38 KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu. 7. október 2014 11:24 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
Fór um menn þegar hlunkurinn lenti Jón Hrafn Baldvinsson slapp við alvarleg meiðsli. 7. október 2014 10:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53
Brynjar: Erum klárir í slaginn KR og Keflavík var spáð sigri í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna í Domino's deildum karla og kvenna í körfubolta. 7. október 2014 19:38
KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu. 7. október 2014 11:24