Ráðherra talar tungum tveim Egill Þór Jónsson skrifar 9. október 2014 07:00 Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun