Áfram í fremstu röð? Ísak Rúnarsson skrifar 7. október 2014 07:00 Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun