Handbolti

Löwen styrkir stöð sína á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru í eldlínunni með Rhein-Neckar Löwen sem hafði betur gegn Minden á útivelli, 37-25, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexander var markhæstur í liði Löwen með sjö mörk en Stefán Rafn skoraði eitt.

Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér en Löwen er sem fyrr á toppi deildarinnar. Liðið er með fjórtán stig að loknum átta leikjum. Kiel er í öðru sæti með tíu stig en á leik til góða.

Füchse Berlin vann sigur á Lemgo á útivelli, 29-28, þar sem Fabian Wiede skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Füchse Berlin er með átta stig að loknum sjö leikjum í sjöunda sæti deildarinnar en Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins.

Sigurbergur Sveinsson komst ekki á blað er Erlangen tapaði fyrir Flensburg á útivelli, 27-17. Erlangen er í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×