Guðlaugur Þór: Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2014 21:26 Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30