Handbolti

Fullkominn leikur Örnu Sifjar gegn toppliðinu ekki nóg

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arna Sif Pálsdóttir er ekkert lamb að leika sér við.
Arna Sif Pálsdóttir er ekkert lamb að leika sér við. vísir/afp
Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handbolta, og stöllur hennar í danska úrvalsdeildarliðinu Sk Aarhus töpuðu fyrir toppliði Team Esbjerg, 30-28, á heimavelli í kvöld.

Esbjerg var einnig tveimur mörkum yfir í hálfleik í Árósum í kvöld, 15-17, og innbyrti á endanum bæði stigin. Esbjerg er á toppi deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki.

Arna Sif fór á kostum í kvöld og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Hún var langbesti leikmaður liðsins og fékk meðaleinkunnina 4,59. Næst á eftir henni kom Anna Okkels með 1,9 í einkunn.

Aðeins Emily Stang Sando, markvörður Esbjerg, fékk hærri einkunn af þeim sem spiluðu leikinn eða 5,16. Hún varði 17 skot af 32 sem gerir 53 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Árósaliðið er í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir átta umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×