Körfubolti

Dregið í 32-liða úrslit Powerade-bikarsins | Haukar og Stjarnan mætast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá vinstri: Kolbeinn Pálsson, Rannveig Hrönn Bring markaðsstjóri Powerade, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Þórir Magnússon.
Frá vinstri: Kolbeinn Pálsson, Rannveig Hrönn Bring markaðsstjóri Powerade, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Þórir Magnússon. Mynd/KKÍ
Dregið var í 32-liða úrslit Powerade-bikars karla nú rétt í þessu. Drátturinn fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en þeir Kolbeinn Pálsson og Þórir Magnússon hjálpuðu Hannesi S. Jónsson, formanni KKÍ, að draga.

Nákvæmlega 32 lið voru skráð til leiks þetta árið og því verður engin forkeppni neðri deildar. Áætlaðir leikdagar eru 30. október til 3. nóvember.

Aðeins er einn úrvalsdeildarslagur í þessari umferð, leikur Stjörnunnar og Hauka. Meðal annarra leikja má nefna að bikarmeistarar Grindavíkur leika gegn KV og Íslandsmeistarar KR gegn Hrunamönnum.

Þessi lið mætast í 32-liða úrslitum:

Breiðablik - ÍR

Höttur - Snæfell

FSu - Keflavík

KV - Grindavík

ÍA - Þór Ak.

Afturelding - Skallagrímur

ÍG - Tindastóll

KR b - Valur

KFÍ - Þór Þorláksson

Hrunamenn - KR

Reynir S. - Haukar b

Stjarnan - Haukar

Sindri - Fjölnir

Keflavík b - Njarðvík

Álftanes - Hamar

Stjarnan b - Leiknir R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×