Tíu milljónir til hvers kúabónda Sigurjón M. Egilsson skrifar 11. október 2014 11:58 Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun