Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2014 11:00 Strákarnir komust í umspilið með því að ná flottu jafntefli gegn sterku liði Frakka á útivelli. vísir/afp Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson. Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson.
Íslenski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki