Handbolti

Kiel vann stórleikinn í Þýskalandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alfreð sáttur
Alfreð sáttur vísir/getty
Kiel hafði betur stórslag toppliðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Kiel lagði Rhein-Neckar Löwen á útivelli 29-28.

Löwen var yfir framan af leik og einu marki yfir í hálfleik 12-11 með frábæran varnarleik og markvörslu Niklas Landin að vopni.

Kiel fann svörin sem vantaði í seinni hálfleik en gríðarleg spenna var í leiknum sem var jafn allan seinni hálfleikinn þó Kiel hafi náð frumkvæðinu af Löwen er leið á hann.

Alexander Petersson lék mjög vel fyrir Löwen og skoraði 5 mörk en hann lét mikið til sín taka á lokakafla leiksins en það dugði ekki til því Domagoj Duvnjak skoraði sigurmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok, eina markið hans í leiknum.

Uwen Gensheimer skoraði mest í liði Löwen, 8 mörk. Niklas Landin varði 16 skot.

Joan Cannellas skoraði 9 mörk fyrir Kiel og Marko Vujin 8 en Aron Pálmarsson er sem kunnugt er meiddur og lék því ekki með Kiel í leiknum.

Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar er núm eð 18 stig á toppi þýsku deildarinnar líkt og Rhein-Neckar Löwen en Löwen er enn fyrir utan með mun betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×