Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 24. október 2014 10:18 Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar.
Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun