Stórliðin sluppu við hvort annað hjá körlunum en hjá konunum drógust hinsvegar fjögur efstu liðin saman. Þar stendur upp úr leikur Fram og Gróttu en liðin hafa unnið fimm fyrstu leiki sína í Olís-deildinni og mætast einmitt um næstu helgi.
Stjarnan og ÍBV mætast einnig í fyrstu umferð bikarkeppninnar hjá konunum og það er því ljóst að tvö af bestu liðum deildarinnar komast ekki í átta liða úrslitin í ár.
Handknattleikssambandið notaði líka tækifærið og skrifaði jafnframt undir nýjan samstarfssamning við Vífilfell til þriggja ára og keppnin mun því bera nafn Coca Cola næstu árin.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið drógust saman hjá bæði körlum og konum.
32 liða úrslit Coca Cola bikar karla:
Grótta-ÍR
Selfoss-Valur
KR2-Víkingur
Fjölnir2-Fram
ÍH-Afturelding
Sitja hjá: KR1, Stjarnan, Þróttur, ÍBV2, Haukar2, Fjölnir, HK, Akureyri, FH, Haukar, ÍBV.
16 liða úrslit Coca Cola bikar kvenna:
Grótta - Fram
Fjölnir - Fylkir
HK - KA/Þór
Afturelding - ÍR
ÍBV2 - Haukar
FH - Selfoss
Stjarnan - ÍBV
Sitja hjá: Valur
Í 32 liða úrslitum karla mætast Grótta-ÍR, Selfoss-Valur, KR2-Víkingur, Fjölnir2-Fram, ÍH-Afturelding
— HSÍ (@HSI_Iceland) October 23, 2014
Í 16 liða úrslitum kvenna mætast: Grótta-Fram, Fjölnir-Fylkir, HK-KA/Þór, Afturelding-ÍR, ÍBV2-Haukar, FH-Selfoss, Stjarnan-ÍBV
— HSÍ (@HSI_Iceland) October 23, 2014