Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:30 Geir Þorsteinsson réð Lars Lagerbäck til starfa í október 2011. vísir/daníel/anton Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15