Norski læknirinn vill aftur til Vestur-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2014 16:33 Silje Lehne Michalsen ræddi við fjölmiðla síðdegis í dag. Mynd/Skjáskot, NRK „Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni. Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
„Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni.
Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06
Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25