Myndlist og hugsun Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. október 2014 10:06 Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? Í heimi þar sem sjónrænt áreiti er endalaust er það eigi að síður svo að góð listaverk geta haft jákvæð áhrif á líðan okkar og hugsanir sem beint og óbeint eru forsendur allrar ákvarðanatöku. Myndlistin og sjónlistirnar hafa þróast mikið seinustu áratugi. Listgreinar renna saman í margháttuðum gjörningum og stundum skiljum við, sem eigum til að vera föst í hefðbundnum og gömlum skilgreiningum á listgreinum, ekki nákvæmlega hvað gerir myndlist að myndlist. Og gleymum því að það skiptir kannski ekki öllu máli, mestu skiptir sú upplifun sem verkið veitir okkur, sá innblástur sem það getur orðið okkur. Flest hengjum við upp myndir í kringum okkur og þær geta skýrt fyrir sjálfum okkur og öðrum hver við erum. Myndir barnanna okkar, myndir jafnvel eftir okkur sjálf eða látna ættingja, myndir sem okkur þykir vænt um því þær eru fallegar, vekja með okkur tilfinningar eða styðja við okkur í daglega lífinu. Daglega horfi ég á verk eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro sem minnir mig á hve auðvelt það getur verið að svipta fólk réttindum. Daglega horfi ég á skúlptúr eftir Erling Jónsson myndhöggvara sem minnir mig á að dramb er falli næst. Daglega horfi ég á styttuna af Jóni Sigurðssyni sem minnir mig á að við erum sjálfstæð þjóð og verk Santiago Sierra sem minnir mig á mikilvægi borgaralegrar óhlýðni. Ég horfi líka á skip pabba Línu Langsokks og stóran ruslafugl sem minnir mig á að ímyndunaraflinu virðast lítil takmörk sett.Listin og mennskan Öll góð list í umhverfinu hjálpar okkur að muna af hverju við erum menn. Listamenn fást við mennskuna og samspil hennar við náttúru og tækni, og með verkum sínum dýpka þeir skilning okkar á umheiminum og styrkja sjálfsþekkingargreind okkar. Þess vegna er myndlistin mikilvæg því hún gerir okkur að betri og meiri mönnum. En listin eykur líka fegurðina í lífi okkar, sem oft er vanmetin. Við gerum okkur hugsanlega ekki grein fyrir því dags daglega hve umhverfið skiptir okkur miklu. Að lifa í eilífu skammdegi grárra bygginga þar sem ekkert brýtur upp umhverfið, ekki sést stingandi strá eða eitt listaverk, hlýtur að hafa önnur áhrif á sálina en að hafa græn lungu í þéttbýlinu; fjölbreyttan og framsækinn arkitektúr og að almenningur hafi aðgang að spennandi og ögrandi listaverkum. Í tilefni af Degi myndlistar hvetur Samband íslenskra myndlistarmanna okkur öll til að hugsa um mikilvægi myndlistar og myndlistarmanna í samfélagi okkar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að myndlist getur haft gríðarleg áhrif á líðan og geð okkar allra, getur hjálpað okkur að öðlast dýpri skilning og þekkingu á tilvistinni og gert okkur öll að betri mönnum. Þetta mætti Alþingi hafa í huga nú þegar þar er fjallað um fjárlagafrumvarp ársins 2015 en þar er lagt til að skera niður myndlistarsjóð í 15 milljónir sem er þriðjungur þess framlags sem hann fékk við stofnun 2013. Þessi litli sjóður hefur haft jákvæð áhrif eftir að hann kom til og má vart vera minnni. Sú ráðstöfun að skera hann niður hlýtur að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar og lífsgæði og kannski meiri en við áttum okkur á við fyrstu sýn. Markmið okkar allra ætti að vera þveröfugt; að efla þessa listgrein eins og aðrar.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? Í heimi þar sem sjónrænt áreiti er endalaust er það eigi að síður svo að góð listaverk geta haft jákvæð áhrif á líðan okkar og hugsanir sem beint og óbeint eru forsendur allrar ákvarðanatöku. Myndlistin og sjónlistirnar hafa þróast mikið seinustu áratugi. Listgreinar renna saman í margháttuðum gjörningum og stundum skiljum við, sem eigum til að vera föst í hefðbundnum og gömlum skilgreiningum á listgreinum, ekki nákvæmlega hvað gerir myndlist að myndlist. Og gleymum því að það skiptir kannski ekki öllu máli, mestu skiptir sú upplifun sem verkið veitir okkur, sá innblástur sem það getur orðið okkur. Flest hengjum við upp myndir í kringum okkur og þær geta skýrt fyrir sjálfum okkur og öðrum hver við erum. Myndir barnanna okkar, myndir jafnvel eftir okkur sjálf eða látna ættingja, myndir sem okkur þykir vænt um því þær eru fallegar, vekja með okkur tilfinningar eða styðja við okkur í daglega lífinu. Daglega horfi ég á verk eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro sem minnir mig á hve auðvelt það getur verið að svipta fólk réttindum. Daglega horfi ég á skúlptúr eftir Erling Jónsson myndhöggvara sem minnir mig á að dramb er falli næst. Daglega horfi ég á styttuna af Jóni Sigurðssyni sem minnir mig á að við erum sjálfstæð þjóð og verk Santiago Sierra sem minnir mig á mikilvægi borgaralegrar óhlýðni. Ég horfi líka á skip pabba Línu Langsokks og stóran ruslafugl sem minnir mig á að ímyndunaraflinu virðast lítil takmörk sett.Listin og mennskan Öll góð list í umhverfinu hjálpar okkur að muna af hverju við erum menn. Listamenn fást við mennskuna og samspil hennar við náttúru og tækni, og með verkum sínum dýpka þeir skilning okkar á umheiminum og styrkja sjálfsþekkingargreind okkar. Þess vegna er myndlistin mikilvæg því hún gerir okkur að betri og meiri mönnum. En listin eykur líka fegurðina í lífi okkar, sem oft er vanmetin. Við gerum okkur hugsanlega ekki grein fyrir því dags daglega hve umhverfið skiptir okkur miklu. Að lifa í eilífu skammdegi grárra bygginga þar sem ekkert brýtur upp umhverfið, ekki sést stingandi strá eða eitt listaverk, hlýtur að hafa önnur áhrif á sálina en að hafa græn lungu í þéttbýlinu; fjölbreyttan og framsækinn arkitektúr og að almenningur hafi aðgang að spennandi og ögrandi listaverkum. Í tilefni af Degi myndlistar hvetur Samband íslenskra myndlistarmanna okkur öll til að hugsa um mikilvægi myndlistar og myndlistarmanna í samfélagi okkar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að myndlist getur haft gríðarleg áhrif á líðan og geð okkar allra, getur hjálpað okkur að öðlast dýpri skilning og þekkingu á tilvistinni og gert okkur öll að betri mönnum. Þetta mætti Alþingi hafa í huga nú þegar þar er fjallað um fjárlagafrumvarp ársins 2015 en þar er lagt til að skera niður myndlistarsjóð í 15 milljónir sem er þriðjungur þess framlags sem hann fékk við stofnun 2013. Þessi litli sjóður hefur haft jákvæð áhrif eftir að hann kom til og má vart vera minnni. Sú ráðstöfun að skera hann niður hlýtur að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar og lífsgæði og kannski meiri en við áttum okkur á við fyrstu sýn. Markmið okkar allra ætti að vera þveröfugt; að efla þessa listgrein eins og aðrar.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014
Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun