Handbolti

Barein ekki með á HM | Ákvörðun tekin 21. nóvember

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barein verður ekki með á HM.
Barein verður ekki með á HM. Vísir/AFP
Handboltalandslið Barein hefur ákveðið að draga lið sitt úr heimsmeistarakeppninni í handbolta sem fer fram í Katar í janúar.

Eins og greint var frá fyrr í dag er ástandið við Persaflóann viðkvæmt og samskipti Katar við nágrannaríki sín ekki góð.

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í dag að því hafi borist tilkynning frá handknattleikssambandi Barein um að liðið myndi ekki senda lið til þátttöku á HM.

Þar kemur einnig fram að ákvörðun um framhaldið verði tekið hjá IHF-ráðinu þann 21. nóvember næstkomandi. IHF-ráðið ákvað fyrr á þessu ári að afturkalla keppnisrétt Ástralíu á mótinu og veita Þýskalandi sæti á mótinu, sem kunnugt er.

Ísland er fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu, EHF, fyrir HM í Katar.


Tengdar fréttir

Ísland með á HM í handbolta í Katar eftir allt saman?

Íslenska handboltalandsliðið gæti verið á leiðinni á HM í Katar í janúar eftir allt saman vegna ástandsins við Persaflóann en svo gæti farið að bæði Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum yrði meinuð þátttaka á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×