Körfubolti

Grindavík semur við mikinn háloftafugl

Rodney Alexander.
Rodney Alexander.
Grindvíkingar glíma nú við KR án Kana en þeir eru þó búnir að finna nýjan mann.

Grindavík er búið að ná samkomulagi við Rodney Alexander en hann þekkir til á Íslandi eftir að hafa leikið með ÍR undir lok móts árið 2012.

Hann er mikinn háloftafugl og vakti mikla athygli fyrir frábær tilþrif hjá ÍR sem og annars staðar. Hann gengur venjulega undir nafninu Flight.

Alexander var síðast á mála hjá liði í Ísrael en þar á undan hjá liði í Mexíkó. Þar var hann að skora um 15 stig að meðaltali í leik að því er fram kemur á heimasíðu Grindavíkur.

Rodney er þriðji erlendi leikmaðurinn sem Grindavík semur við í vetur. Sá fyrsti, Brendon Roberson, stóð engan veginn undir væntingum og næsti, Joel Haywood, féll ekki nógu vel að þörfum liðsins og hefur nú verið skipt úr fyrir miðherja sem er 2,03 sentimetrar á hæð en Haywood var lágvaxinn leikstjórnandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×