Starfsemi glæðist í skóla Svarfdælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2014 19:00 Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira