Fótbolti

Höjbjerg: Hef lært allt hjá Bayern en þarf að komast burt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pierre-Emile Höjbjerg er eftirsóttur.
Pierre-Emile Höjbjerg er eftirsóttur. vísir/getty
Pierre-Emile Höjbjerg, danska ungstirnið sem spilar með Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta, vill komast burt frá Þýskalandsmeisturunum.

Þessi nítján ára gamli miðjumaður gekk í raðir Bayern árið 2012 og hefur síðan þá spilað 19 leiki í heildina fyrir liðið.

Hann er ánægður með veru sína hingað til en finnst hann nú verða að róa á önnur mið til að taka framförum í boltanum.

„Ég held það sé kominn tími á að ég fari. Hér hef ég lært allt því Bayern er besti skóli sem hægt er að fara í. En nú finnst mér ég vera tilbúinn að taka næsta skref,“ segir Daninn í viðtali við Kicker.

„Ég vil fara hefja ferilinn fyrir alvöru. Gæðin í Bayern-liðinu eru svo mikil að kannski er þetta ekki rétti tíminn fyrir mig að vera hér. Ég vil læra og verða betri og til þess þarf ég fleiri leiki.“

Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir Höjbjerg að finna sér nýtt lið en Augsburg, Hannover 96 og Borussia Mönchengladbach eru öll sögð bíða í röð eftir að semja við danska landsliðsmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×