Raddlausa kynslóðin Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 17. nóvember 2014 17:22 Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun