Raddlausa kynslóðin Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 17. nóvember 2014 17:22 Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun