Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 67-66 | Mikilvægur Haukasigur Ingvi Þór Sæmundsson á Ásvöllum skrifar 28. nóvember 2014 12:58 vísir/vilhelm Haukar unnu kærkominn eins stigs sigur, 67-66, á Njarðvík í 8. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var harður og baráttan í fyrirrúmi, en sóknarleikur beggja liða hefur oftast verið betri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrsti leikhlutinn var reyndar ágætlega spilaður, en bæði lið vilja eflaust gleyma öðrum leikhluta sem fyrst. Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust í 2-8 þrátt fyrir að Dustin Salisbery, þeirra aðalskorari, væri utan vallar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrstu sókn gestanna. Haukarnir tóku þá 10-2 sprett og komust yfir, 12-10. Liðin héldust í hendur út fyrsta leikhluta, en staðan að honum loknum var jöfn, 19-19. Heimamenn töpuðu alls átta boltum í fyrsta leikhluta, en fækkuðu þeim niður í tvo í öðrum. Þrátt fyrir það var sóknarleikurinn jafn stirður og ekki hjálpaði upp á sakirnar að Alex Francis og Emil Barja voru í villuvandræðum. Annar leikhluti var eins og áður sagði lítið fyrir augað, en til marks um það voru aðeins 20 stig skoruð í honum. Haukarnir gerðu 11 þeirra og leiddu í hálfleik, 30-28. Haukur Óskarsson var stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleik með níu stig, en Francis kom næstur með átta. Emil hafði hins vegar hægt um sig, tók ekki skot og skoraði ekki stig, en gaf hins vegar fjórar stoðsendingar. Í liði Njarðvíkur var Salisbery stigahæstur með átta stig, úr átta skotum. Ragnar Helgi Friðriksson, leikstjórnandinn ungi, kom næstur með sex stig, sem öll voru skoruð í fyrsta leikhluta. Logi Gunnarsson var ekki líkur sjálfum sér, hvorki í fyrri hálfleik né þeim seinni og lauk leik með aðeins sjö stig. Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, baráttan var allsráðandi en liðin fóru þó að hitta betur. Salisbery átti reyndar í miklum vandræðum framan af þriðja leikhluta, en undir lok hans rann mikið æði á Bandaríkjamanninn sem setti hvert skotið á fætur öðru niður. Haukar höfðu þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 51-48, en Salisbery hélt áfram að gera þeim lífið leitt í fjórða leikhluta. Hann skoraði alls 26 stig og tók tíu fráköst og var á köflum eini leikmaður Njarðvíkur sem var með lífsmarki í sóknarleiknum. Stigaskorunin dreifðist betur hjá Haukum, en Francis var þeirra stigahæstur með 20 stig. Haukur kom næstur með 15 stig og átta fráköst og Kári Jónsson átti einnig flottan leik, með tólf stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Lokamínúturnar voru spennuþrungnar, þar sem Njarðvíkingar gerðu harða hríð að heimamönnum. Og gestirnir áttu möguleika á að tryggja sér sigurinn í lokin eftir hrakfarir Emils á vítalínunni. Lokaskot Salisbery geigaði hins vegar og Haukar fögnuðu langþráðum sigri eftir þrjú töp í deildinni í röð.Ívar: Var eins og við værum í afplánun á vellinum „Þetta var kærkominn sigur. Við gerðum okkur reyndar erfitt fyrir með því að hitta ekki úr vítum undir lokin, en þetta hafðist,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir eins stigs sigur á Haukum í kvöld, en þetta var fyrsti sigur Hafnfirðinga í fjórum deildarleikjum. Ívar var þó ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. „Við leiddum allan leikinn, en ég held að báðir þjálfarar séu ekkert sérstaklega sáttir. Fyrri hálfleikur var afleitur hjá báðum liðum og það var einhver doði yfir mínum mönnum. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, en batnaði örlítið í þeim seinni. „Ég sagði við strákana í hálfleik að þetta væri eins við værum í afplánun inni á vellinum. Það var eins og þetta væri kvöð, eins og við þyrftum að vera hérna. Það var þungt yfir okkur, en ég vona að sigurinn létti þessum þunga af okkur,“ sagði Ívar og bætti við: „Við töluðum um að fá meiri aðeins meiri gleði hjá okkur og gera þetta saman, henda okkur á alla bolta og leggja okkur fram, og ég held að við höfum gert það í seinni hálfleik. Það var miklu betri barátta hjá okkur.“ Dustin Salisbery var öflugur á lokakafla leiksins fyrir Njarðvík, en þrátt fyrir það fannst Ívari sínir menn spila góða vörn á hann. „Kaninn þeirra hitti úr öllu. Mér fannst við oft spila mjög góða vörn á hann, bæði Siggi (Sigurður Þór Einarsson) og Hjálmar (Stefánsson) spiluðu hörkuvörn en hann skoraði samt yfir menn og hitti úr erfiðum skotum. „Að sama skapi minnkaði flæðið í þeirra leik og það var í raun enginn annar að gera neitt nema hann. En það gekk upp meðan hann hitti.Friðrik Ingi: Vantaði flæði í sóknina Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði sóknarleikinn hafa orðið sínu liði að falli gegn Haukum í kvöld. „Þetta var undarlegur leikur, þannig lagað. Það var lítið skorað, bæði lið voru í vandræðum í sókninni og það voru margir leikmenn sem voru ekki að hitta vel. „Hvað mitt lið áhrærir, þá var þetta sennilega slakasti sóknarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma. „Það vantaði meira flæði sem gerði okkur erfitt fyrir, en vörnin var ágæt og við áttum séns í lokin og fengum gott skot í lokasókninni“ sagði Friðrik sem var m.a. ósáttur með á hversu litlu svæði Njarðvíkingar spiluðu á í sókninni. „Mér fannst við halda boltanum alltof mikið á annarri hliðinni og það vantaði að „swinga“ boltanum yfir á hina hliðina til að teygja á vörninni hjá þeim. Við gerðum þetta ekki nógu vel í kvöld og það vantaði meira flæði og að láta boltann vinna kantanna á milli. „Við viljum hafa meira flæði og okkar sóknarleikur byggir mikið á því að láta boltann ganga. En þetta gerist stundum, sérstaklega í svona leikjum þar sem bæði lið eru að hitta illa. „Sóknarleikurinn í leiknum í kvöld var kannski alltaf mikið fyrir augað, en þetta var naglbítur og sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var“ sagði Friðrik að lokum.Leiklýsing: Haukar - NjarðvíkLeik lokið | 67-66 | Aftur er brotið á Emil sem misnotar bæði vítin. Salisbery fer upp en lokaskot hans geigar. Mikilvægur sigur í höfn hjá Haukum, sá fyrsti í fjórum deildarleikjum.40. mín | 67-64 | Brotið á Emil sem setur annað vítið niður. Salisbery skorar strax hinum megin. 10,5 sekúndur eftir. Haukar eru með boltann. Francis er utan vallar, enda slök vítaskytta.40. mín | 66-64 | Helgi fær dæmdan á sig ruðning en kvittar fyrir það með því að verja skot frá Salisbery í næstu sókn Njarðvíkur. 19 sekúndur eftir. Haukar eru með boltann.39. mín | 66-64 | Salisbery jafnar metin. Hinum megin er brotið á Francis sem setur í kjölfarið bæði vítin sín niður.38. mín | 63-62 | Það er kviknað á Loga. Hann hefur skorað fimm stig í röð fyrir Njarðvík. Eins stigs munur.36. mín | 61-57 | Ólafur Aron Ingvason minnkar muninn í tvö stig með flottri körfu, en Sigurður Þór Einarsson svarar með þristi. Francis er kominn með fjórar villur.34. mín | 59-55 | Mikil barátta í mönnum þessa stundina. Njarðvík þarf að koma Loga inn í leikinn, hann er aðeins með tvö stig á 25 mínútum.32. mín | 56-53 | Salisbery er allur að koma til og er kominn með 20 stig. Njarðvík hefur tekið fleiri fráköst í leiknum, 31 gegn 26 hjá Haukum.Þriðja leikhluta lokið | 51-48 | Þriggja stiga munur eftir ágætis þriðja leikhluta. Haukur hefur verið iðnastur við stigaskorun hjá Haukum og er kominn með 15 stig, auk átta frákasta. Francis er með 13 stig og Kári tíu. Salisbery er stigahæstur gestanna með 15 stig, en hann hefur einnig tekið sjö fráköst. Mirko er kominn með tólf stig og fjórar villur og vermir því bekkinn væntanlega eitthvað fram í fjórða leikhluta.29. mín | 49-44 | Salisbery setur niður þrist og lendir illa á bakinu. Njarðvíkingar vilja fá villu. Kára er alveg sama og neglir niður sínum öðrum þristi.27. mín | 44-41 | Salisbery klúðrar enn einu skotinu. Hann er aðeins með 20% skotnýtingu. Friðrik Ingi tekur leikhlé og messar hressilega yfir sínum mönnum. Francis er að hitna hjá Haukum sem er ekki góðs viti fyrir gestina.26. mín | 42-41 | Francis kemur Haukum yfir. Mirko fékk áðan sína fjórðu villu og settist á bekkinn. Hann hefur verið heitur í seinni hálfleik og er stigahæstur í liði Njarðvíkur með tólf stig. Salisbery og Logi eru stigalausir í seinni hálfleik.24. mín | 37-39 | Haukur jafnar metin fyrir heimamenn, en Ragnar Helgi svarar með sínum fyrstu stigum síðan í fyrsta leikhluta.23. mín | 35-35 | Mirko hefur skorað öll fjögur stig Njarðvíkur í seinni hálfleik, en Kristinn og Kári hafa séð um stigaskorun hjá Haukum.Fyrri hálfleik lokið | 30-28 | Tveggja stiga munur í ekkert sérstökum leik. Bæði lið hittu illa í fyrri hálfleik og eiga mikið inni sóknarlega. Haukur er stigahæstur hjá Haukum með níu stig, en Francis kemur næstur með átta. Dustin er atkvæðamestur gestanna með átta stig og fimm fráköst, en Ragnar kemur næstur með sex stig. Logi Gunnarsson er aðeins með tvö stig og tók aðeins þrjú skot í hálfleiknum.20. mín | 30-27 | Þriggja stiga munur. Gulur frisbídiskur gerði sér ferð inn á völlinn nú rétt í þessu.18. mín | 26-24 | Emil fær sína þriðju villu og er umsvifalaust tekinn af velli. Hann er enn stigalaus, en hefur gefið fjórar stoðsendingar. Skotnýting liðanna ekkert sérstök, en bæði eru þau með undir 50% skotnýtingu inni í teig.17. mín | 26-24 | Haukur setur niður ljómandi huggulegan þrist. Hann er stigahæstur í Haukaliðinu með níu stig.16. mín | 23-24 | Francis minnkar muninn í eitt stig. Njarðvík hefur yfir í frákastabaráttunni, 16-14.15. mín | 21-24 | Það er synd að segja að liðin séu iðin við stigaskorun hér í 2. leikhluta. Francis er komin aftur inn á og skoraði sína fyrstu körfu áðan, og jafnframt einu körfu heimamanna í 2. leikhluta. Haukur og Emil koma aftur inn á hjá Haukum.12. mín | 19-22 | Salisbery með einu körfu annars leikhluta hingað til. Hann er kominn með sjö stig.Fyrsta leikhluta lokið | 19-19 | Haukur Hrafn Einarsson jafnar metin fyrir gestina með síðustu körfu leikhlutans. Kári er stigahæstur heimamanna með sjö stig, en Haukur kemur næstur með sex stig og fjögur fráköst. Hinum megin er Ragnar stigahæstur með sex stig. Haukarnir verða að fækka töpuðu boltunum sem voru alls átta í leikhlutanum.9. mín | 15-15 | Haukur skorar körfu góða og setur vítið niður að auki. Ragnar vill ekki vera minni maður, keyrir inn í teiginn, snýr af sér varnarmenn Hauka, skorar og fær villu dæmda á Emil. Ragnar setur vítið svo niður.6. mín | 12-10 | Kári setur sinn fyrsta, og væntanlega ekki síðasta, þrist í kvöld. 10-2 sprettur hjá Haukum.5. mín | 4-8 | Mirko bætir við þristi, en Kristinn minnkar muninn. Alex Francis situr á bekknum þessa stundina með tvær villur. Haukar eru þegar búnir að tapa fimm boltum.3. mín | 2-5 | Ragnar Helgi setur niður smekklegan þrist eftir sendingu frá Mirko. Vel gert hjá stráknum.2. mín | 2-2 | Kristinn Marinósson skorar fyrstu stig leiksins, en Mirko Stefán Virijevic svarar um hæl. Ágúst Orrason kom inn fyrir Salisbery sem fær aðhlynningu á bekknum.Leikur hafinn |0-0 | Þetta byrjar ekki vel fyrir Njarðvík. Dustin Salisbery liggur eftir, sárþjáður, eftir fyrstu sókn Njarðvíkinga.Fyrir leik: Það eru tveir 17 ára guttar sem byrja inn á hér í kvöld, Kári Jónsson hjá Haukum og Ragnar Helgi Friðriksson hjá Njarðvík sem er bróðir Elvars Más sem spilar nú með LIU Brooklyn í háskólaboltanum vestanhafs.Fyrir leik: Plug in Baby með Muse hljómar hér á Ásvöllum meðan liðin gera sig klár fyrir leikinn. Það eru 13 ár síðan lagið kom út. Alltaf gaman af staðreyndum sem minna á hversu gamall maður er orðinn. Aldurskomplexarnir, maður.Fyrir leik: Haukar eru stoðsendingahæsta lið deildarinnar, með 23,1 slíka að meðaltali í leik. Munar þar mest um leikstjórnandann Emil Barja sem gefur 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Efstur á þeim lista er hins vegar Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, með 12,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Það verður athyglisvert að fylgjast með baráttunni undir körfunni í kvöld. Haukarnir hafa tekið 44,9 fráköst að meðaltali í leik, talsvert fleiri en Njarðvíkingar sem hafa tekið 36,4 fráköst að meðaltali í leik. Haukar eru í 4. sæti yfir frákastahæstu lið deildarinnar, en Njarðvík í því 10.Fyrir leik: Haukar og Njarðvík eru þau lið í deildinni sem eru með hvað mesta breidd, en Ívar Ásgrímsson og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfarar liðanna, hafa úr mörgum og jöfnum leikmönnum að spila. Friðrik hefur talað um að hans leikmenn séu, ef eitthvað er, of jafnir og hann hafi ekki nóga marga afgerandi leikmenn. Friðrik hefur breytt „róteringunni“ hjá sér upp á síðkastið og það hefur borið árangur því Njarðvík hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni.Fyrir leik: Þessi lið mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, þar sem Njarðvík hafði betur 3-0. Leikirnir voru þó jafnari en þær tölur gefa til kynna, en Njarðvíkingar unnu leikina þrjá með samtals tólf stigum.Fyrir leik: Einn annar leikur fer fram í Domino's deild karla í kvöld, en í Dalhúsum mætast nýliðar Fjölnis og Keflavík, í fyrsta leik Sigurðar Ingimundarsonar með liðið, en hann tók við af Helga Jónasi Guðfinssyni sem þurfti að hætta af heilsufarsástæðum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Njarðvíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Haukar unnu kærkominn eins stigs sigur, 67-66, á Njarðvík í 8. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var harður og baráttan í fyrirrúmi, en sóknarleikur beggja liða hefur oftast verið betri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrsti leikhlutinn var reyndar ágætlega spilaður, en bæði lið vilja eflaust gleyma öðrum leikhluta sem fyrst. Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust í 2-8 þrátt fyrir að Dustin Salisbery, þeirra aðalskorari, væri utan vallar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrstu sókn gestanna. Haukarnir tóku þá 10-2 sprett og komust yfir, 12-10. Liðin héldust í hendur út fyrsta leikhluta, en staðan að honum loknum var jöfn, 19-19. Heimamenn töpuðu alls átta boltum í fyrsta leikhluta, en fækkuðu þeim niður í tvo í öðrum. Þrátt fyrir það var sóknarleikurinn jafn stirður og ekki hjálpaði upp á sakirnar að Alex Francis og Emil Barja voru í villuvandræðum. Annar leikhluti var eins og áður sagði lítið fyrir augað, en til marks um það voru aðeins 20 stig skoruð í honum. Haukarnir gerðu 11 þeirra og leiddu í hálfleik, 30-28. Haukur Óskarsson var stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleik með níu stig, en Francis kom næstur með átta. Emil hafði hins vegar hægt um sig, tók ekki skot og skoraði ekki stig, en gaf hins vegar fjórar stoðsendingar. Í liði Njarðvíkur var Salisbery stigahæstur með átta stig, úr átta skotum. Ragnar Helgi Friðriksson, leikstjórnandinn ungi, kom næstur með sex stig, sem öll voru skoruð í fyrsta leikhluta. Logi Gunnarsson var ekki líkur sjálfum sér, hvorki í fyrri hálfleik né þeim seinni og lauk leik með aðeins sjö stig. Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, baráttan var allsráðandi en liðin fóru þó að hitta betur. Salisbery átti reyndar í miklum vandræðum framan af þriðja leikhluta, en undir lok hans rann mikið æði á Bandaríkjamanninn sem setti hvert skotið á fætur öðru niður. Haukar höfðu þriggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 51-48, en Salisbery hélt áfram að gera þeim lífið leitt í fjórða leikhluta. Hann skoraði alls 26 stig og tók tíu fráköst og var á köflum eini leikmaður Njarðvíkur sem var með lífsmarki í sóknarleiknum. Stigaskorunin dreifðist betur hjá Haukum, en Francis var þeirra stigahæstur með 20 stig. Haukur kom næstur með 15 stig og átta fráköst og Kári Jónsson átti einnig flottan leik, með tólf stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Lokamínúturnar voru spennuþrungnar, þar sem Njarðvíkingar gerðu harða hríð að heimamönnum. Og gestirnir áttu möguleika á að tryggja sér sigurinn í lokin eftir hrakfarir Emils á vítalínunni. Lokaskot Salisbery geigaði hins vegar og Haukar fögnuðu langþráðum sigri eftir þrjú töp í deildinni í röð.Ívar: Var eins og við værum í afplánun á vellinum „Þetta var kærkominn sigur. Við gerðum okkur reyndar erfitt fyrir með því að hitta ekki úr vítum undir lokin, en þetta hafðist,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir eins stigs sigur á Haukum í kvöld, en þetta var fyrsti sigur Hafnfirðinga í fjórum deildarleikjum. Ívar var þó ekkert hoppandi kátur með frammistöðu sinna manna, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. „Við leiddum allan leikinn, en ég held að báðir þjálfarar séu ekkert sérstaklega sáttir. Fyrri hálfleikur var afleitur hjá báðum liðum og það var einhver doði yfir mínum mönnum. Sóknin var slök í fyrri hálfleik, en batnaði örlítið í þeim seinni. „Ég sagði við strákana í hálfleik að þetta væri eins við værum í afplánun inni á vellinum. Það var eins og þetta væri kvöð, eins og við þyrftum að vera hérna. Það var þungt yfir okkur, en ég vona að sigurinn létti þessum þunga af okkur,“ sagði Ívar og bætti við: „Við töluðum um að fá meiri aðeins meiri gleði hjá okkur og gera þetta saman, henda okkur á alla bolta og leggja okkur fram, og ég held að við höfum gert það í seinni hálfleik. Það var miklu betri barátta hjá okkur.“ Dustin Salisbery var öflugur á lokakafla leiksins fyrir Njarðvík, en þrátt fyrir það fannst Ívari sínir menn spila góða vörn á hann. „Kaninn þeirra hitti úr öllu. Mér fannst við oft spila mjög góða vörn á hann, bæði Siggi (Sigurður Þór Einarsson) og Hjálmar (Stefánsson) spiluðu hörkuvörn en hann skoraði samt yfir menn og hitti úr erfiðum skotum. „Að sama skapi minnkaði flæðið í þeirra leik og það var í raun enginn annar að gera neitt nema hann. En það gekk upp meðan hann hitti.Friðrik Ingi: Vantaði flæði í sóknina Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði sóknarleikinn hafa orðið sínu liði að falli gegn Haukum í kvöld. „Þetta var undarlegur leikur, þannig lagað. Það var lítið skorað, bæði lið voru í vandræðum í sókninni og það voru margir leikmenn sem voru ekki að hitta vel. „Hvað mitt lið áhrærir, þá var þetta sennilega slakasti sóknarleikur sem við höfum sýnt í langan tíma. „Það vantaði meira flæði sem gerði okkur erfitt fyrir, en vörnin var ágæt og við áttum séns í lokin og fengum gott skot í lokasókninni“ sagði Friðrik sem var m.a. ósáttur með á hversu litlu svæði Njarðvíkingar spiluðu á í sókninni. „Mér fannst við halda boltanum alltof mikið á annarri hliðinni og það vantaði að „swinga“ boltanum yfir á hina hliðina til að teygja á vörninni hjá þeim. Við gerðum þetta ekki nógu vel í kvöld og það vantaði meira flæði og að láta boltann vinna kantanna á milli. „Við viljum hafa meira flæði og okkar sóknarleikur byggir mikið á því að láta boltann ganga. En þetta gerist stundum, sérstaklega í svona leikjum þar sem bæði lið eru að hitta illa. „Sóknarleikurinn í leiknum í kvöld var kannski alltaf mikið fyrir augað, en þetta var naglbítur og sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var“ sagði Friðrik að lokum.Leiklýsing: Haukar - NjarðvíkLeik lokið | 67-66 | Aftur er brotið á Emil sem misnotar bæði vítin. Salisbery fer upp en lokaskot hans geigar. Mikilvægur sigur í höfn hjá Haukum, sá fyrsti í fjórum deildarleikjum.40. mín | 67-64 | Brotið á Emil sem setur annað vítið niður. Salisbery skorar strax hinum megin. 10,5 sekúndur eftir. Haukar eru með boltann. Francis er utan vallar, enda slök vítaskytta.40. mín | 66-64 | Helgi fær dæmdan á sig ruðning en kvittar fyrir það með því að verja skot frá Salisbery í næstu sókn Njarðvíkur. 19 sekúndur eftir. Haukar eru með boltann.39. mín | 66-64 | Salisbery jafnar metin. Hinum megin er brotið á Francis sem setur í kjölfarið bæði vítin sín niður.38. mín | 63-62 | Það er kviknað á Loga. Hann hefur skorað fimm stig í röð fyrir Njarðvík. Eins stigs munur.36. mín | 61-57 | Ólafur Aron Ingvason minnkar muninn í tvö stig með flottri körfu, en Sigurður Þór Einarsson svarar með þristi. Francis er kominn með fjórar villur.34. mín | 59-55 | Mikil barátta í mönnum þessa stundina. Njarðvík þarf að koma Loga inn í leikinn, hann er aðeins með tvö stig á 25 mínútum.32. mín | 56-53 | Salisbery er allur að koma til og er kominn með 20 stig. Njarðvík hefur tekið fleiri fráköst í leiknum, 31 gegn 26 hjá Haukum.Þriðja leikhluta lokið | 51-48 | Þriggja stiga munur eftir ágætis þriðja leikhluta. Haukur hefur verið iðnastur við stigaskorun hjá Haukum og er kominn með 15 stig, auk átta frákasta. Francis er með 13 stig og Kári tíu. Salisbery er stigahæstur gestanna með 15 stig, en hann hefur einnig tekið sjö fráköst. Mirko er kominn með tólf stig og fjórar villur og vermir því bekkinn væntanlega eitthvað fram í fjórða leikhluta.29. mín | 49-44 | Salisbery setur niður þrist og lendir illa á bakinu. Njarðvíkingar vilja fá villu. Kára er alveg sama og neglir niður sínum öðrum þristi.27. mín | 44-41 | Salisbery klúðrar enn einu skotinu. Hann er aðeins með 20% skotnýtingu. Friðrik Ingi tekur leikhlé og messar hressilega yfir sínum mönnum. Francis er að hitna hjá Haukum sem er ekki góðs viti fyrir gestina.26. mín | 42-41 | Francis kemur Haukum yfir. Mirko fékk áðan sína fjórðu villu og settist á bekkinn. Hann hefur verið heitur í seinni hálfleik og er stigahæstur í liði Njarðvíkur með tólf stig. Salisbery og Logi eru stigalausir í seinni hálfleik.24. mín | 37-39 | Haukur jafnar metin fyrir heimamenn, en Ragnar Helgi svarar með sínum fyrstu stigum síðan í fyrsta leikhluta.23. mín | 35-35 | Mirko hefur skorað öll fjögur stig Njarðvíkur í seinni hálfleik, en Kristinn og Kári hafa séð um stigaskorun hjá Haukum.Fyrri hálfleik lokið | 30-28 | Tveggja stiga munur í ekkert sérstökum leik. Bæði lið hittu illa í fyrri hálfleik og eiga mikið inni sóknarlega. Haukur er stigahæstur hjá Haukum með níu stig, en Francis kemur næstur með átta. Dustin er atkvæðamestur gestanna með átta stig og fimm fráköst, en Ragnar kemur næstur með sex stig. Logi Gunnarsson er aðeins með tvö stig og tók aðeins þrjú skot í hálfleiknum.20. mín | 30-27 | Þriggja stiga munur. Gulur frisbídiskur gerði sér ferð inn á völlinn nú rétt í þessu.18. mín | 26-24 | Emil fær sína þriðju villu og er umsvifalaust tekinn af velli. Hann er enn stigalaus, en hefur gefið fjórar stoðsendingar. Skotnýting liðanna ekkert sérstök, en bæði eru þau með undir 50% skotnýtingu inni í teig.17. mín | 26-24 | Haukur setur niður ljómandi huggulegan þrist. Hann er stigahæstur í Haukaliðinu með níu stig.16. mín | 23-24 | Francis minnkar muninn í eitt stig. Njarðvík hefur yfir í frákastabaráttunni, 16-14.15. mín | 21-24 | Það er synd að segja að liðin séu iðin við stigaskorun hér í 2. leikhluta. Francis er komin aftur inn á og skoraði sína fyrstu körfu áðan, og jafnframt einu körfu heimamanna í 2. leikhluta. Haukur og Emil koma aftur inn á hjá Haukum.12. mín | 19-22 | Salisbery með einu körfu annars leikhluta hingað til. Hann er kominn með sjö stig.Fyrsta leikhluta lokið | 19-19 | Haukur Hrafn Einarsson jafnar metin fyrir gestina með síðustu körfu leikhlutans. Kári er stigahæstur heimamanna með sjö stig, en Haukur kemur næstur með sex stig og fjögur fráköst. Hinum megin er Ragnar stigahæstur með sex stig. Haukarnir verða að fækka töpuðu boltunum sem voru alls átta í leikhlutanum.9. mín | 15-15 | Haukur skorar körfu góða og setur vítið niður að auki. Ragnar vill ekki vera minni maður, keyrir inn í teiginn, snýr af sér varnarmenn Hauka, skorar og fær villu dæmda á Emil. Ragnar setur vítið svo niður.6. mín | 12-10 | Kári setur sinn fyrsta, og væntanlega ekki síðasta, þrist í kvöld. 10-2 sprettur hjá Haukum.5. mín | 4-8 | Mirko bætir við þristi, en Kristinn minnkar muninn. Alex Francis situr á bekknum þessa stundina með tvær villur. Haukar eru þegar búnir að tapa fimm boltum.3. mín | 2-5 | Ragnar Helgi setur niður smekklegan þrist eftir sendingu frá Mirko. Vel gert hjá stráknum.2. mín | 2-2 | Kristinn Marinósson skorar fyrstu stig leiksins, en Mirko Stefán Virijevic svarar um hæl. Ágúst Orrason kom inn fyrir Salisbery sem fær aðhlynningu á bekknum.Leikur hafinn |0-0 | Þetta byrjar ekki vel fyrir Njarðvík. Dustin Salisbery liggur eftir, sárþjáður, eftir fyrstu sókn Njarðvíkinga.Fyrir leik: Það eru tveir 17 ára guttar sem byrja inn á hér í kvöld, Kári Jónsson hjá Haukum og Ragnar Helgi Friðriksson hjá Njarðvík sem er bróðir Elvars Más sem spilar nú með LIU Brooklyn í háskólaboltanum vestanhafs.Fyrir leik: Plug in Baby með Muse hljómar hér á Ásvöllum meðan liðin gera sig klár fyrir leikinn. Það eru 13 ár síðan lagið kom út. Alltaf gaman af staðreyndum sem minna á hversu gamall maður er orðinn. Aldurskomplexarnir, maður.Fyrir leik: Haukar eru stoðsendingahæsta lið deildarinnar, með 23,1 slíka að meðaltali í leik. Munar þar mest um leikstjórnandann Emil Barja sem gefur 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Efstur á þeim lista er hins vegar Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, með 12,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.Fyrir leik: Það verður athyglisvert að fylgjast með baráttunni undir körfunni í kvöld. Haukarnir hafa tekið 44,9 fráköst að meðaltali í leik, talsvert fleiri en Njarðvíkingar sem hafa tekið 36,4 fráköst að meðaltali í leik. Haukar eru í 4. sæti yfir frákastahæstu lið deildarinnar, en Njarðvík í því 10.Fyrir leik: Haukar og Njarðvík eru þau lið í deildinni sem eru með hvað mesta breidd, en Ívar Ásgrímsson og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfarar liðanna, hafa úr mörgum og jöfnum leikmönnum að spila. Friðrik hefur talað um að hans leikmenn séu, ef eitthvað er, of jafnir og hann hafi ekki nóga marga afgerandi leikmenn. Friðrik hefur breytt „róteringunni“ hjá sér upp á síðkastið og það hefur borið árangur því Njarðvík hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni.Fyrir leik: Þessi lið mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, þar sem Njarðvík hafði betur 3-0. Leikirnir voru þó jafnari en þær tölur gefa til kynna, en Njarðvíkingar unnu leikina þrjá með samtals tólf stigum.Fyrir leik: Einn annar leikur fer fram í Domino's deild karla í kvöld, en í Dalhúsum mætast nýliðar Fjölnis og Keflavík, í fyrsta leik Sigurðar Ingimundarsonar með liðið, en hann tók við af Helga Jónasi Guðfinssyni sem þurfti að hætta af heilsufarsástæðum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Njarðvíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira